Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 52
Hann má muna sinn
fífil fegri.
Eg talaði við krónprinsinn.
Grein úr „Combat“,
eftir Fred Simson.
1%/ffORGUN hvern, milli klukk-
an tíu og tólf, hefir franski
landstjórinn í héraðinu Tiibing-
en í Wurttemberg á Þýzkalandi
viðtalstíma fyrir fólkið á því
landsvæði. Einn góðan veður-
dag kom roskinn herramaður
skálmandi inn í þéttsetinn bið-
salinn. Utitekið andlitið og meitl-
aðir andlitsdrættirnir gáfu til
kynna, að hér færi prússneskur
liðsforingi af gamla skólanum.
Föt hans voru lóslitin, en snilld-
arlega sniðin. Hann fór fram á
að fá einkaviðtal við landstjór-
ann, og skrifstofumaðurinn fékk
honum bunka af eyðublöðum,
um leið og hann renndi augun-
um yfir skjöl aðkomumanns.
Þá uppgötvaði hann sér til
skelfingar, að maðurinn, sem
hann hafði tekið svo „riddara-
lega“ á móti, var enginn annar
en Friederich Wilhelm von Hoh-
enzollern, fyrrum krónprins
þýzka keisaradæmisins. Æstur
og ruglaður í ríminu flýtti skrif-
stofumaðurinn sér að tilkynna
yfirmanni sínum, hver kominn
væri. Yfirforinginn sagði, að
krónprinsinn yrði að bíða, unz
röðin kæmi að honum, eins og
aðrir umsækjendur, frá hernað-
arvenju yrði eigi vikið.
Og Friederich Wilhelm, upp-
gjafa-krónprins og vonbiðill
þýzks konungdóms varð að
láta sér lynda að setjast nið-
ur hjá öðrum löndum sínum,
sem þarna biðu þolinmóðir,
þangað til honum var loks líka
leyft að ná tali af landstjóran-
um.
„Ég er hingað kominn til að
beiðast aðstoðar yðar,“ mælti
prinsinn, „við að ná aftur eign-
um mínum og ættar minnar, sem
flestar eru eins og sakir standa
í höndum hernámsyfirvaldanna
á rússneska svæðinu. Einkum
skipta máli eignir mínar í Öls,
Schlesíu og Potsdam. Allar um-