Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 33
STREPTOMYCIN GEGN BERKLUM
31
umareinkenni koma í ljós í um
það bil fimmta hverju tilfelli.
Þessi einkenni geta verið mein-
lítil, svo sem höfuðverkur og út-
brot. Eða þau geta verið óþægi-
leg: hljómur fyrir eyrum og
svimi.
En þau eru líka stundum al-
varlegs eðlis. Sjúklingar hafa
misst heyrnina, þegar mjög
mikið hefir verið gefið af lyfinu,
t. d. við heilahimnuberklum. Að
minnsta kosti tveir sjúklingar,
sem urðu albata af heilahimnu-
berklum, urðu síðar alvarlega
geðveikir. Þar eð geðveiki hlýzt
oft af þessum sjúkdómi, verður
ekki sagt með vissu, hvort lyfinu
er um að kenna eða sjúkdómn-
um.
Þessir tveir gallar strepto-
myeins, eitrunin og ónæmið
gefa leiðbeiningu um, hvaða
sjúklingar eigi að fá strepto-
mycin-meðferð. Flestir berkla-
sérfræðingar eru þeirrar skoð-
unar, að lyfið skuli ekki gefa
við lungnaberklum á byrjunar-
stigi. Rúmlega læknar þessa
sjúklinga á nokkrum mánuðum,
og hví skyldu þeir vera að hætta
á eiturverkanir streptomycins-
ins ? Svo kemur annað til greina.
Þeir, sem einu sinni hafa fengið
berkla, veikjast oft aftur. Hvers
vegna að hætta á að sýkillinn
verði ónæmur? Streptomycin
yrði þá einskis nýtt síðar, þegar
það væri ef til vill lífsnauðsyn-
legt.
Læknar sjá heldur ekki
ástæðu til að vekja tálvonir hjá
dauðvona sjúklingum, með því
að gefa þeim streptomycin. Það
getur ekki skapað nýjan lungna-
vef. Og svo er það líka mjög
dýrt lyf. Notuð eru þrjú grömm
á dag í hundrað og tuttugu daga.
Sem stendur kostar grammið
um 45 krónur í smásölu, og
verður því heildarupphæðin
16200 krónur yfir tímabilið.
Enn kemur eitt atriði til
greina. Það er ekki rétt að eyða
lyfinu í dauðvona sjúklinga og
svifta með því aðra tækifæri
til að fá bata. Það eru enn mjög
litlar birgðir til af streptomy-
cini.
Flestir berklalæknar telja nú-
orðið streptomycin eitt merki-
legasta lyf, sem upp hefir verið
fundið.
Það hefir komið skýrt í ljós,
að það getur varnað berklasýkl-
um að stækka skemmdir í
lungnavef. Það getur stytt legu-
tíma sjúklinga að miklum mun.
Og það getur veitt berklasjúk-
lingum nógu mikið mótstöðu-