Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 18
Evang'eline Booth —
Foringi
fjögra miljóna hers.
Grein úr „Christian Herald“,
eftir Dorothy Walworth.
k 82. aldursári er Evangeline
Booth hershöfðingi eins
xnesta hers í heimi, bæði að tölu
og áhrifum. Her þessi er Hjálp-
ræðisherinn. Um 4 miljónir
manna bera einkennisbúning
hans, starfa í 92 löndum og tala
102 tungumál. Þessi her Krists
helgar líf sitt þjónustu og fórn;
aginn er strangur og kröfurnar
harðar til þeirra, sem vilja ger-
ast foringjar innan hans. 1 allri
sögu hersins hafa hershöfðingj-
ar hans aðeins verið sex.
Ég heimsótti Booth hershöfð-
ingja síðastliðið vor á heimili
hennar skammt frá New York.
Hún er gædd þeirri ótímabundnu
fegurð, sem hlotnast þeirri konu,
er ber ljós og skugga í hjarta
sínu. En ekki gat ég eitt andar-
tak gleymt því, að þessi grann-
vaxna, tígulega kona var hers-
höfðingi. Þótt hún hafi sleppt
stjómartaumunum, er hún enn
hermaður af lífi og sál, engu síð-
ur en þegar hún hóf starf sitt
sem nýliði sextán ára gömul í
fátækrahverfum Lundúnaborg-
ar.
Hjálpræðisherinn tók til
starfa árið 1865, þegar William
Booth meþódistaprestur og kona
hans Catherine kvekari hófu
björgunarstarf sitt í fátækra-
hverfum Austur-Lundúna, en
íbúar þeirra voru ekki taldir
hæfir til að sitja á hinum gljá-
andi bekkjum biskupakirkjunn-
ar. Booth-hjónin töluðu á stræt-
um úti og öreigar og afhrök
hlustuðu á þau með fögnuði.
Þúsundum saman skipaði fólk
sér í raðir hersins, og er frá leið
tók fáni hersins með áletruninni
„blóð og eldur“ að blakta víða
um heim.