Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
inmæði. Ég var óþolinmóð sem
ung stúlka og ég hefi lítið batn-
að með aldrinum.
Ég get aldrei sýnt þolinmæði
gagnvart því fólki, sem heldur
að herinn okkar sé hópur glað-
lyndra fáráðlinga, sem ekki geri
annað en að syngja og leika á
gítar. Slíkt fólk hefði gott af að
kynnast starfsemi okkar nánar:
Trúboðsskólum okkar á stöð-
um þar sem ekki er völ á öðru
skólanámi. Sjúkrahúsum fyrir
ógiftar mæður. Kvöldheimilum
fyrir gamalt fólk. Sumardvala-
stöðum fyrir fátæk borgarbörn.
Drykkjumannahælum okkar,
þar sem notaðar eru nýjustu
vísindalegar aðferðir í barátt-
unni við ofdrykkjuna. Sauma-
verkstæðum okkar, þar sem þús-
undir manna vinna við að gera
við gömul föt, sem okkur hafa
verið gefin, svo að klæðlaus-
ir geti fengið föt. Vinnumiðlun-
arskrifstofum, og sjómanna- og
gestaheimilum. Auðvitað eru
mér sérstaklega hugstæð ódýru
gistihúsin okkar fyrir verk-
smiðjustúlkur; þau eru kölluð
Evangeline Booth-heimilin, og
ég stofnaði hið fyrsta þeirra.
Starf okkar er tvíþætt. Fyrsta
rnarkmið okkar er að frelsa
mannssálir. Við trúum því, að
sérhver maður verði að frelsast
— þ. e. verði að iðrast og taka
kristna trú og byrja nýtt líf. En
við biðjum engan að byrja nýtt
líf án þess að sýna honum
hvernig hann eigi að fara að því.
Margir af þeim sem frelsast
hrasa aftur og missa kjarkinn.
Það er þá, sem þeir þarfnast
hjálpar, og hana reyndum við
að láta þeim í té.“
Booth hershöfðingi lagði nið-
ur völd árið 1939, 73 ára gömul.
En hún vinnur en 18 stundir á
sólarhring, heldur ræður, skrif-
ast á við fólk út um allan heim
og gefur foringjum hersins og
óbreyttum liðsmönnum góð ráð.
Og hún situr heldur ekki auð-
um höndum í tómstundum sín-
um. Hún hefir yndi af að synda,
og hún stekkur enn svanastökk-
ið. Á hverjum morgni fer hún á
fætur klukkan hálf sjö og fær
sér góðan sprett á hestbaki.
Ég spurði hana, hvort hún
hefði alltaf verið örugg í trú
sinni.
,,Ég hefi háð mína baráttu,"
sagði hún stillilega. „Ég hefi
spurt sjálfa mig að því, hvers
vegna mamma þurfti að deyja
úr krabbameini og pabbi að
verða blindur. Ég hefi spurt,
hvers vegna þjáningin í heim-