Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 74
72
ÚRVALi
fugli og ímynda mér að ég væri
eins og þau. Ég baulaði á móti
kúnni og blístraði á móti fugl-
inum, og þau svöruðu mér allt-
af. Ég gat séð, að þau hlustuðu
á hljóðið, sem ég gaf frá mér,
og að þeim þótti gaman að því
að sér skyldi vera veitt eftir-
tekt. Hún er undarleg þessi
löngun manna og dýra til að vera
elskuð og jafnframt til að drepa
hvert annað. Ég uppgötvaði,
að ég þurfti ekki að breyta mér
í kýr eða ketti, því að þau voru
ég. Það var ekki nokkur munur
á mér og þessum skepnum. I
þeim hrærðist engin kennd eða
tilfinning, sem ég þekkti ekki
af eigin reynslu. Þær gátu all-
ar orðið mjög hamingjusamar,
og þær gátu allar orðið dauð-
skelkaðar. Þannig var ég líka.
Og þær lifðu allar því lífi, sem
ég lifði.
Það er mér enn undrunar-
efni, hve andstæðurnar í lífinu
eru miklar, og hve skammt er
á milli sorgar og gleði. Ég sat
einu sirmi hjá litlum runna og
reyndi að ímynda mér að ég
væri runni. Runninn var um
það bil fjögur fet á hæð og
teygði sig móti sólu. Hann
hafði þakið sig allan nýjum,
grænum blöðum og því næst
hafði hann skotið litskrúðugum,
angandi blómum, sem glitruðu
á hverri grein. Hann var þrung-
inn fagnandi lífskrafti. Mér
fannst, að jafnvel guð á himn-
um gæti ekki verið hamingju-
samari eða eins hamingjusam-
ur og þessi jurt, sem ekki bar
í sér skugga af efa. Ekkert líf
gat verið fyllra, jafnósigrandi
og þetta. Og samt á það sínar
andstæður, engu síður en líf
okkar. Ég hef séð hálfa ekru
skógar, þar sem trén uxu of
þétt. Þau voru há og grönn og
veikbyggð — tíu metra há og
25 sentimetra í ummál niður
við rót. Öll kepptust þau árang-
urslaust um að ná til sólarljóss-
ins; þau voru skorpin af þorsta
af því að vatnið var of lítið
handa þeim öllum, og þau voru
hálfnakin og veikluleg af því að
næringin í jörðinni var ekki
nóg handa þeim öllum. Ég held
að þessi hrópandi merki hung-
urs og þorsta, erfiðis og ör-
væntingar hafi fengið meira á
mig en nokkuð það, sem ég hef
séð í lífi manna og dýra.
Samt held ég að það sé rangt,
þegar menn segja að það sé
erfitt að lifa. Þegar við lítum á
hinar margvíslegu athafnir,
sem felast í hugtakinu að lifa,