Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 21
FORINGI FJÖGRA MILJÓNA HERS
19
hann um að vernda mig. Og það
brást aldrei, að hann snerist á
mitt band.
Þegar ég sagði tilheyrendum
mínum, að guð elskaði þá og
mundi frelsa þá frá allri synd,
var oft kallað fram í fyrir mér
og sagt: „Hvað veit ung stúlka
eins og þú um synd?“ Þá svar-
aði ég: „Ég efast ekki um, að
þið vitið margt um syndina, sem
ég veit ekki.“ Af þessu urðu þeir
hreyknir. Þeim var nóg að fá
það viðurkennt, að þeir vissu
meira en ég, jafnvel þó að það
væri aðeins um syndina.
Auðvitað gáfum við þessu
fólki mat, föt og húsaskjól eftir
því sem föng voru á. En við gáf-
um því margt annað, sem var
jafnvel enn þýðingarmeira —
t. d. sjálfsvirðingu.
Einu sinni kom ég í sóðalega
kjallaraíbúð. Fjögur börn voru
á heimilinu, móðirin var nýdáin
af völdum barnsfæðingar og fað-
irinn var ofdrykkjumaður. Ég
fór með börnin heim í herbergis-
kytruna mína. Þegar faðirinn
frétti, að ég hefði tekið börnin,
ruddist hann inn til mín með
öskrum og óhljóðum og hótaði
að drepa okkur öll. Þegar hann
sá eldinn í arninum, hvítan dúk-
inn á borðinu og börnin sín í
hreinum fötum, hrein og rjóð í
framan, rak hann upp stór augu.
Ég sagði við hann: „En hvað
þetta eru falleg börn! Það hlýt-
ur að vera margt gott um þann
mann, sem á svona falleg börn.“
Þessi orð vöktu sjálfsvirðingu
hans. Þetta kvöld byrjaði hann
afturhvarf sitt.“
Þó að Evangeline nyti engra
sérréttinda fyrir það, að hún var
dóttir stofnanda Hjálpræðis-
hersins, fór ekki hjá því, að
dugnaður hennar og stjórnsemi
vekti athygli. Tuttugu og
þriggja ára varð hún erindreki
Hjálpræðishersins í London;
átta árum síðar varð hún
kommandör í Kanada; og 38 ára
var hún gerð að yfirmanni hers-
ins í Bandaríkjunum. Árið 1934
var hún útnefnd yfirhershöfð-
ingi alls Hjálpræðishersins.
Evangeline andvarpaði. „Þessi
ár voru full af lífi og starfi. Ég
ferðaðist um allan heim, talaði
á stöðum svo þúsundum skipti
og kynntist fleira fólki en tölu
verði á komið. Ég hélt mér eins
mikið og ég gat burt frá skrif-
stofum og nefndarfundum —
þessum greftrunarathöfnum
starfsgleði og áhuga.
En það var margt, sem ég
aldrei gat öðlazt. Til dæmis þol-
3*