Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 113
KlM
lli
Þarna voru 14—15 ára gamlir
drengir sem höfðu verið her-
teknir í Úkraínu og áttu að fara
í vinnuþjónustu — tíu þeirra
bjuggu í litlu húsi. Ég fór til
þeirra og talaði við þá, meðan
þeir mötuðust. Þegar ég hafði
verið hjá þeim um klukkutíma,
ætlaði ég að fara, en einn þeirra
bað mig dvelja lengur. Hann
var með stór, blá augu. Ég
horfði undrandi á hann og
spurði eins og bjáni: „Warum?“
Hann stakk flösku í vasa minn
og sagði: „Du bist doch ein
Kamerad“. Það var jurtaolía á
f löskunni — en ég kom mér ekki
til að afþakka gjöfina. Ég sat
í miðri múrsteinahrúgu og þeir
stóðu umhverfis mig. Einn
þeirra tók að leika á banjó og
tókst vel, enda þótt tvo streng-
ina vantaði. Raddir þeirra voru
skærar og hljómmiklar. Spilar-
inn var lágvaxinn og illúðlegur
á svipinn, og hinir báru mikla
virðingu fyrir honum. Stundum
brá þó fyrir glettni í augum
hans. Svo fóru þeir að dansa
rússneska dansa. —
Meðan við vorum þarna, voru
þeir síspilandi, sísyngjandi og
sídansandi. Eitt sinn var ég
og matsveinninn hjá þeim, þeg-
ar einhver kom inn og sagði, að
vörðurinn væri að koma. Við
földum okkur þegar í hópnum.
Þetta var á Páskadaginn, en þó
áttu þeir að fara að dæla sjó úr
skipi, sem var að sökkva. Við
komumst undan, án þess að eftir
okkur væri tekið. Foringinn
Ivan, gekk bak við rústirnar,
hann ætlaði að hitta einhverja
kvensu, sem beið hans þar. En
slíkt var harðbannað. Allt í einu
sá ég vörðinn hlaupa á eftir
honum og kalla á hann —
„Komm doch hier, Mensch“,
öskraði hann. En Ivan hélt, að
enginn hefði tekið eftir sér og
faldi sig um stund í rústunum
og læddist síðan til félaga sinna.
Þjóðverjinn kom hlaupandi og
sló hann hnefahögg í andlitið.
Og hann sló hann hvað eftir
annað, en hinn reyndi að bera af
sér höggin, sem bezt hann gat.
Þjóðverjinn æstist æ meir. Allt
í einu þreif hann járnstöng og
tók að berja á fanganum með
henni. Ég hélt, að hann myndi
ganga af honum dauðum. Við
gátum ekki horft á það, en
gengum á milli. Þjóðverjinn jós
yfir okkur óbótaskömmum, en
lét þó við svo búið standa. Litlu
síðar sá ég að hann tók upp
vasaspegil og fór að spegla sig
— síðan fór hann á brott.