Úrval - 01.10.1947, Side 113

Úrval - 01.10.1947, Side 113
KlM lli Þarna voru 14—15 ára gamlir drengir sem höfðu verið her- teknir í Úkraínu og áttu að fara í vinnuþjónustu — tíu þeirra bjuggu í litlu húsi. Ég fór til þeirra og talaði við þá, meðan þeir mötuðust. Þegar ég hafði verið hjá þeim um klukkutíma, ætlaði ég að fara, en einn þeirra bað mig dvelja lengur. Hann var með stór, blá augu. Ég horfði undrandi á hann og spurði eins og bjáni: „Warum?“ Hann stakk flösku í vasa minn og sagði: „Du bist doch ein Kamerad“. Það var jurtaolía á f löskunni — en ég kom mér ekki til að afþakka gjöfina. Ég sat í miðri múrsteinahrúgu og þeir stóðu umhverfis mig. Einn þeirra tók að leika á banjó og tókst vel, enda þótt tvo streng- ina vantaði. Raddir þeirra voru skærar og hljómmiklar. Spilar- inn var lágvaxinn og illúðlegur á svipinn, og hinir báru mikla virðingu fyrir honum. Stundum brá þó fyrir glettni í augum hans. Svo fóru þeir að dansa rússneska dansa. — Meðan við vorum þarna, voru þeir síspilandi, sísyngjandi og sídansandi. Eitt sinn var ég og matsveinninn hjá þeim, þeg- ar einhver kom inn og sagði, að vörðurinn væri að koma. Við földum okkur þegar í hópnum. Þetta var á Páskadaginn, en þó áttu þeir að fara að dæla sjó úr skipi, sem var að sökkva. Við komumst undan, án þess að eftir okkur væri tekið. Foringinn Ivan, gekk bak við rústirnar, hann ætlaði að hitta einhverja kvensu, sem beið hans þar. En slíkt var harðbannað. Allt í einu sá ég vörðinn hlaupa á eftir honum og kalla á hann — „Komm doch hier, Mensch“, öskraði hann. En Ivan hélt, að enginn hefði tekið eftir sér og faldi sig um stund í rústunum og læddist síðan til félaga sinna. Þjóðverjinn kom hlaupandi og sló hann hnefahögg í andlitið. Og hann sló hann hvað eftir annað, en hinn reyndi að bera af sér höggin, sem bezt hann gat. Þjóðverjinn æstist æ meir. Allt í einu þreif hann járnstöng og tók að berja á fanganum með henni. Ég hélt, að hann myndi ganga af honum dauðum. Við gátum ekki horft á það, en gengum á milli. Þjóðverjinn jós yfir okkur óbótaskömmum, en lét þó við svo búið standa. Litlu síðar sá ég að hann tók upp vasaspegil og fór að spegla sig — síðan fór hann á brott.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.