Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 37
VEÐURSPÁR LANGT FRAM 1 TlMANN
35
heimsins". Eina mjög athyglis-
verða uppgötvun hafa þeir gert
með því að senda loftbelgi upp
í 30 000 metra hæð. Þeir hafa
uppgötvað, að loftið hátt uppi
yfir heimskautasvæðinu er
heitara en uppi yfir Mið-Asíu.
Frá hinni miklu íshettu suð-
urheimskautsins brotna ísjak-
ar, sem eru jafnvel enn
stærri en norðuríshafsjakarnir,
og reka hundruð mílna norður
á bóginn. Stærsti jakinn, sem
greint hefur verið frá, var 240
km langur, og sumir gnæfa allt
að 900 metra yfir sjávarmál.
Og frá Adelielandi streymir að
minnsta kosti 80 km breiður
loftstraumur í norðurátt með
80 km meðalhraða á klukku-
stund, mestan hluta ársins.
Þessi ís og þessir vindar hafa
jafnvel enn meiri áhrif á lofts-
slag Ástralíu, Afríku og Suður-
Ameríku, en Grænlandsjöklar
hafa á loftslag í Norðurálfu.
Ekki er von til þess að við get-
um spáð um veðrið langt fram
í tímann, fyrr en við höfum
öðlast fullan skilning á þessum
„skautum vindanna".
k 'k -k
Á pósthúsinu.
Kona nokkur var að senda biblíuna í böglapósti til bróður
síns í fjarlægri borg. Póstafgreiðslumaðurinn skoðaði hinn þunga
böggul í krók og kring og spurði síðan, hvort nokkuð brothætt
væri í honum.
„Ekki nema boðorðin tíu,“ anzaði konan af bragði.
— Karl B. Rollins í „Reader’s Digest".
OO ★ CV3
Góð byrjun.
Hinn kunni, ameríski leikritahöfundur Marc Connelly er vand-
virkur, en ekki sérlega afkastamikill rithöfundur. Eitt sinn
lofaði hann leikstjóra einum að láta hann hafa nýtt leikrit, en
þegar ár var liðið án þess hann léti heyra frá sér, hringdi leik-
stjórinn til hans. „Hvar er leikritið ?“ spurði hann. „Ég vil fara
að velja leikarana."
„Það er á leiðinni," sagði Connelly með hægð.
„Hvað ertu búinn að skrifa mikið?“ spurði leikstjórinn.
„Skrifa? Jú, þú veizt að það á að vera í þrem þáttum og
tvö hlé á milli. Ég er búinn með hléin.“
— Bennett Cerf.
5*