Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 132
Gagnslaus fróðleikur.
Úr „The Strand,“
eftir Patrick Murray.
„Vísindin eru ýkt mynd af þeim
þorsta eftir gagnslausum fróðleik,
sem er æskueinkenni mannsins.“
— G. K. Chesterton.
• 1 Hollandi eru um 1600 vind-
millur. • Hið mikla hringleika-
svæði, „Circus Maximus," sem
byggt var í Róm árið 205 e. Kr.,
tók 150 000 áhorfendur. • Bretar
voru þrjátíu klukkustundum á und-
an Frökkum að slá eign sinni á
Ástralíu. Tveir leiðangrar, annar
enskur og hinn franskur, tóku
land með 30 stunda millibili á
sama stað árið 1788. • Hið vís-
indalega nafn á kakójurtinni er
Theobroma, sem þýðir fæða guð-
anna. • Vanillajurtin er orkídeu-
tegund. • Enskir prestar mega
gifta sig sjálfir. • Dýpsta hola
sem boruð hefir verið niður i jörð-
ina er tvær mílur (3218 m).
• London Bridge jámbrautarstöð-
in er sú brautarstöð sem mest um-
ferð er um allra brautastöðva í
heiminum á friðartímum. • Stafa-
fjöldi ensku útgáfu bibliunnar er
3 566 480. • Þegar khan (þjóð-
höfðingi) Tartaranna (á 17. og
18. öld) hafði lokið máltíð sinni,
hrossakjöti og kaplamjólk, lét
hann kallara sinn tilkynna:
„Khaninn hefir snætt, allir póten-
tátar, prinsar og mikilmenni
jarðarinnar mega nú setjast að
snæðingi." • Fyrstu brezku pen-
ingamir vom slegnir milli 200 og
150 f. Kr. • Á meðalstóru álmtré
vaxa um 7 miljónir blaða á ári.
• Þegar talað er um að úrkoma
hafi verið 25 millimetrar, jafngild-
ir það að um ein smálest af
regni hafi fallið á hverja 4 hekt-
ara. • Kindur í hjörð leggjast
aldrei niður allar í einu. • Fyrsta
gufuskipið, sem fór yfir Atlants-
hafið án þess að nota segl, var
16 V2 sólarhring á leiðinni; það
skeði árið 1838 og var skipið
brezkt. • Líkur benda til að
mannshárið vaxi örar með vax-
andi tungli. • Þegar tunglið er
beint uppi yfir breska stórskip-
inu Queen Elizabeth vegur skipið
um fimm smálestum minna en
þegar tunglið er niður við sjón-
deildarhringinn. • Sandurinn, sem
notaður var til að þerra skrift
áður en þerripappírinn var fundinn
upp, var búinn til úr möluðum kol-
krabbabeinum. • 1 venjulegu úri
em um 150 hlutar, sem hreyfast.
Framhald á 2. kápusíðu.
STEINDÓRSPRENT H.F.