Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 65
AÐ LIFA 1 SAMRÆMI VIÐ NÁTTÚRUNA
63
ur einnig í hinum svokölluðu
tækniundrum nútímans, hinum
efnislegu gæðum siðmenningar-
innar, hringavitleysunni, sem
við köllum framfarir. Ég held
að hringavitleysa sé réttnefni,
því að framfarirnar eru orðnar
takmark í sjálfu sér, og það
hlýtur að vera sama og að þær
hafi glatað öllum tilgangi.
Þetta er skemmtun, og ekki
get ég neitað því, að það sé
skemmtilegt. í nokkrar klukku-
stimdir getur maður komizt
burtu frá — flúið — það hug-
arástand vonleysis, sem mér
finnst ætíð ríkja þar sem skort-
ir tilgang. Já, það er skemmtun,
en ekki lífsnautn. Mér hefur
aldrei fundist, að lífsnautn væri
flótti; lífsnautn, það er að upp-
götva eitthvað. Það er að
fá að minnsta kosti nasasjón
af því, hvert stefnir; hvert og
hversvegna. Það er að öðlast
eitthvað sem er jafnmikilvægt
mannkyninu og fjörefnin eru
grænkálinu — og þetta eitthvað
er, að ég held, vitundin um til-
gang. Og samfara henni er full-
næging, hugboð um, að ein-
hverju hafði verið sáð, eitthvað
sé að vaxa, sem einhvern tíma
í framtíðinni muni bera ávöxt.
Ég fann, að ég gat ekki kom-
izt hjá þessari tegund lífsnautn-
ar, þessu hugboði um tilgang,
þegar ég var við á, uppi á hæð
eða í grænum lundi, þar sem
tilgangur bjó í hverju strái. 1
lófanum held ég á sextíu aura
fræpakka (fjörutíu aura um-
búðir og áletrun) ... og eftir
nokkra daga gægjast grænar
nálar upp úr moldinni.
Þið hafið kannske heyrt
Spencer Chapman*) segja frá
því, að hann fór á fjöll eða leit-
aði hættunnar til þess að eiga
fangbrögð við nátturuöflin. Ég
mundi vilja bæta því við, að
fangbrögð við náttúruöflin sé
aðeins ein leið til að öðlast
þekkingu á náttúrunni og lög-
málum hennar, læra að hlýða
þessum lögmálum í stað þess
að berjast gegn þeim. Og ef þú
hlýðir þeim er margt sem þér
Iíðst. Með „náttúra“ á ég ekki
við skrautblóm og skrúðgarða,
jafnvel ekki hin hvítu, stjörnu-
laga blóm vatnagróðursins, sem
ég var að tala um áðan. Ég hef
yndi af því öllu, og það er yndis-
legt, en einungis af því, að allt
er það hluti af undrinu mikla,
*) Sjá „Hvernig á að njóta lífs-
ins?“, 4. hefti Úrvals, þ. á.