Úrval - 01.10.1947, Page 65

Úrval - 01.10.1947, Page 65
AÐ LIFA 1 SAMRÆMI VIÐ NÁTTÚRUNA 63 ur einnig í hinum svokölluðu tækniundrum nútímans, hinum efnislegu gæðum siðmenningar- innar, hringavitleysunni, sem við köllum framfarir. Ég held að hringavitleysa sé réttnefni, því að framfarirnar eru orðnar takmark í sjálfu sér, og það hlýtur að vera sama og að þær hafi glatað öllum tilgangi. Þetta er skemmtun, og ekki get ég neitað því, að það sé skemmtilegt. í nokkrar klukku- stimdir getur maður komizt burtu frá — flúið — það hug- arástand vonleysis, sem mér finnst ætíð ríkja þar sem skort- ir tilgang. Já, það er skemmtun, en ekki lífsnautn. Mér hefur aldrei fundist, að lífsnautn væri flótti; lífsnautn, það er að upp- götva eitthvað. Það er að fá að minnsta kosti nasasjón af því, hvert stefnir; hvert og hversvegna. Það er að öðlast eitthvað sem er jafnmikilvægt mannkyninu og fjörefnin eru grænkálinu — og þetta eitthvað er, að ég held, vitundin um til- gang. Og samfara henni er full- næging, hugboð um, að ein- hverju hafði verið sáð, eitthvað sé að vaxa, sem einhvern tíma í framtíðinni muni bera ávöxt. Ég fann, að ég gat ekki kom- izt hjá þessari tegund lífsnautn- ar, þessu hugboði um tilgang, þegar ég var við á, uppi á hæð eða í grænum lundi, þar sem tilgangur bjó í hverju strái. 1 lófanum held ég á sextíu aura fræpakka (fjörutíu aura um- búðir og áletrun) ... og eftir nokkra daga gægjast grænar nálar upp úr moldinni. Þið hafið kannske heyrt Spencer Chapman*) segja frá því, að hann fór á fjöll eða leit- aði hættunnar til þess að eiga fangbrögð við nátturuöflin. Ég mundi vilja bæta því við, að fangbrögð við náttúruöflin sé aðeins ein leið til að öðlast þekkingu á náttúrunni og lög- málum hennar, læra að hlýða þessum lögmálum í stað þess að berjast gegn þeim. Og ef þú hlýðir þeim er margt sem þér Iíðst. Með „náttúra“ á ég ekki við skrautblóm og skrúðgarða, jafnvel ekki hin hvítu, stjörnu- laga blóm vatnagróðursins, sem ég var að tala um áðan. Ég hef yndi af því öllu, og það er yndis- legt, en einungis af því, að allt er það hluti af undrinu mikla, *) Sjá „Hvernig á að njóta lífs- ins?“, 4. hefti Úrvals, þ. á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.