Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 12
10
tmVAL
að skýra frá vísindalegum fram-
förum í læknisfræði og styrjöld-
um. En eitt atriði verð ég að
lokum að minnast á, því að það
er mikilvægara en allt annað:
Hvað geta vísindin gert til að
bæta manninn sjálfan?
Vísindinn um manninn eru enn
mjög ung, en það er trú mín, að
þeirra bíði mikið hlutverk og á
ég þá einkum við félagsfræðina
og sálarfræðina. Enginn nema
sálfræðingurinn getur fært okk-
ur „frelsi frá ótta,“ en án þess
er ekkert frelsi til. Enginn nema
sálfræðingurinn getur skýrt
fyrir okkur hinar raunverulegu
orsakir alþjóða tortryggni og
styrjalda. Enginn nema sálfræð-
ingurinn getur sýnt okkur, hvað
er nauðsynlegt til þess að breyt-
ing geti orðið á hjartalagi
mannsins, en án hennar mun
blessun allra vísindalegra fram-
fara að lokum snúast upp í
bölvun.
oo^co
Fyrirmyndar eiginkona.
Prófessorsfrú í Englandi fæddi manni sínum son, og varð pró-
fessorinn glaður við, sem vænta mátti. Og ekki varð gleði hans
minni við það, að um sama leyti og sonurinn fæddist kom út
bók, sem konan hans hafði samið.
Á leiðinni í skólann las prófessorinn ritdóma i blöðunum um
bókina og voru þeir allir á einn veg. Þegar hann kom inn í
kennslustofuna fögnuðu nemendur hans honum ákaft og á töfl-
unni gat að lesa með stórum stöfum: „Til hamingju."
„Ég þakka ykkur fyrir,“ sagði prófessorinn og roðnaði af
hæversku. „En ég fullvissa ykkur um, að konan mín á allan
heiðurinn, þetta er algerlega hennar verk.“
Það varð skellihlátur í bekknum og prófessorinn vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hóstaði vandræðalega. „Eg endur-
tek það,“ sagði hann og reyndi að yfirgnæfa glauminn. „Ég á
engan þátt í því. Sú litla hjálp, sem konan mín kann að hafa
fengið, lét prófessor Jones henni i té, og er ég honum þakklátur
fyrir það.“
— Leslie Stuart í „Magazine Digest."