Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 53
ÉG TALAÐI VIÐ KHÓNPRINSINN
61
sóknir mínar og samningaum-
leitanir við þessa herra hafa orð-
ið árangurslausar. Ég á nú ekki
annars úrkosta en lifa á, segi
og skrifa, 300 ríkismörkum á
viku. Það er varla ástæða til
þess að taka það fram,“ og það
kenndi snefils af auðmýkingu í
rödd hans, „að mér er allsendis
ómögulegt að búa við slík kjör.“
Þessi auðmjúki umsækjandi
varð berhöfðaður að leita á náð-
ir Frakkanna, sem drottnuðu
yfir héraðinu með hörku sigur-
vegarans. Fyrir eigi svo ýkja
mörgum árum hafði heimurinn
fylgzt af athygli með ferðum
þessa manns. Auðmjúkir hirð-
menn höfðu einu sinni lotið hon-
um í lotningu. Á sínum tíma
brunaði hann um sveitir lands-
ins í geysikraftmiklum bifreið-
um eða horfði niður á heiminn,
hnarreistur á úrvalsgæðingi. Nú
var hann tálgaður og tekinn í
andliti, ekki af harðrétti, heldur
af gengdarlausu gjálífi. Hung-
ursneyðin, sem læst hefir Þýzka-
land helgreipum sínum, hafði
greinilega eigi bitnað á hinum
konungborna manni. Þótt grann-
vaxinn væri, var hann hinn þrif-
legasti ásýndum.
Hin volduga Hohenzollern-ætt
fékk miklum mun hörmulegri
útreið í síðari heimsstyrjöldinni
en í hinni fyrri. Árið 1918 var
Wilhelm keisara steypt af stóli,
og hann flýði til Doorn í Hol-
landi, þar sem hann dvaldist í
útlegð til æviloka. En synir hans
voru fleygir og frjálsir að ferð-
ast hvar sem þeir vildu í Þýzka-
landi Weimarstjórnarinnar. Þeir
héldu óskertum eignarrétti á
hinum feikimiklu góssum sínum
og f jölmörgu köstulum, sem enn
þá voru hluti af arfleifð Hohen-
zollernættarinnar. Þegar Wil-
helm keisari flúði til Doorn,
sendi þýzka þjóðin alla auðlegð
hans — tuttugu æki af gulli,
silfri, gimsteinum og listaverk-
um á eftir honum. En afleiðing-
ar annarrar heimsstyrjaldarinn-
ar gerðu út af við sérréttindi
Hohenzollanna.
Hversu mikið tjón hafa þessi
afsprengi gamla Þýzkalands
beðið við ósigurinn? Hverjar
eru framtíðarætlanir þeirra?
Til þess að fá leyst úr þess-
um spurningum, bað ég land-
stjórann leyfis um að fá að
heimsækja krónprinsinn, þar
sem hann hafði leitað hælis á
landsetri einu í lítt þekktu
Wiirttemberg-þorpi.
„Eg get ekki neytt krónprins-
inn til þess að taka á móti
7*