Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 29
STREPTOMYCIN GEGN BERKLUM
27
ur batamerki sáust. En svo dó
telpan.
Önnur tilraun fór á svipaðan
hátt. Þriðja tilraunin var átak-
anleg. Seytján ára stúlku var
gefið lyfið og henni fór þegar
að batna. Eftir nokkra daga var
hún búin að fá fulla rænu. Henni
var gefið lyfið mánuð eftir mán-
uð, svo að það gæti unnið á
hverjum einasta sýkli, sem
leyndist í líkama hennar. Bat-
inn hélt áfram, og það leit út
fyrir, að lyfið myndi vinna al-
geran sigur. Dr. Hinshaw áleit,
að stúlkan væri orðin svo frísk,
að henni væri óhætt að fara
heim.
En nokkrum mánuðum síðar
skall ógæfan yfir aftur. Nokkr-
ir berklasýklar höfðu haldið lífi
í heila hennar eða mænu. For-
eldrar stúlkunnar fluttu hana í
skyndi til sjúkrahússins. Hún dó
— önnur streptomycin-tilraunin
mistókst algerlega. Hér var eitt-
hvað nýtt á ferðinni. Það leit
út fyrir, að sýklarnir hefðu orð-
ið ónæmir gagnvart lyfinu.
Þá beittu vísindamennirnir
nýrri aðferð — þeir dældu lyf-
inu beint í mænuna í staðinn
fyrir að dæla því í vöðvana. I
mænunni gat það ráðizt á
berklasýklana, þar sem þeir
unnu mestu hermdarverkin.
Þetta var ekki skemmtileg með-
ferð — daglegar sprautur í
mænuna í tvær til sex vikur og
vöðvasprautur með þriggja til
f jögurra stunda millibili, dag og
nótt, í fimm eða sex mánuði —
en að öðrum kosti var ekki um
neitt að ræða nema dauðann.
Tilraunum með þessa nýju að-
ferð var haldið áfram. Það væri
hægt að nefna einstök tilfelli,
sem gengu að óskum, en á þann
hátt verður lítið sannað um það,
hvort nýtt lyf hafi lækninga-
gildi eða ekki. Það er aðeins
f jöldi tilfellanna, sem hefir þýð-
ingu í því sambandi.
Þegar þetta er ritað, hafa
læknar Mayo-sjúkrahússins gef-
ið tólf dauðvona berklasjúkling-
um streptomycin. Allir voru
sjúklingarnir með bráðaberkla
og níu höfðu heilaberkla að auki.
Þrátt fyrir þetta eru sex þess-
ara sjúklinga enn á lífi. Fimm
hafa lifað í tvo til tíu mánuði,
en hinn sjötti hefir fengið strep-
tomycin-meðferð í einn mánuð.
Það er að vísu satt, að sjúk-
lingarnir eru vonarpeningar.
Það getur vel verið, að sóttin
blossi upp aftur eins og í ungu
stúlkunni. Hitt er staðreynd, að
þeir eru enn á lífi, og hefðu þeir