Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 60
58
TJHVAIi
Zimmerman og félagar hans
hafa gert um árabil, sannað svo
ekki verður um efast, að ef
glútamsýra er gefin í ríkulegum
skömmtum, örvar það starfsemi
heilafrumanna.
Fyrstu tilraunir í þessa átt
voru gerðar á rottum, sem gef-
inn var drjúgur skammtur af
glútamsýru í fæðunni um all-
langt skeið. Mælikvarðinn á
aukna heilastarfsemi var hæfi-
leikinn til að læra flókna röð at-
hafna.
I öllum tilfellum reyndist
svo, að rotturnar, sem fengu
glútamsýru, voru fljótari að
læra og framkvæma athafnirnar
heldur en þær sem enga glútam-
sýru fengu.
Sumar voru helmingi fljótari
að læra athafnirnar, og hæfi-
leikinn til að velja þær í réttri
röð jókst um allt að 200%.
Síðan þetta var, hafa verið
gerðar svipaðar tilraunir á
mönnum, þar á meðal börnum
á ýmsum aldri, sem sum voru
andlega mjög seinþroska eða
krampaveik.
Án þess að fullyrða nokkuð
um, hvað gáfur eru, eða hvort
hægt er að breyta verulega þeim
gáfum, sem einstaklingurinn er
gæddur, má ótvírætt fullyrða,
að glútamsýra eykur Jiœfileik-
ann til skynsamlegra athafna.
Gáfur — ég nota það til hægð-
arauka í merkingunni hæfileiki
til skynsamlegra athafna — eru
mældar með því að leggja ýmis-
konar prófraunir og spurningar
fyrir einstaklingmn. IJr þessum
spurningum og prófum hefur
verið búið til fast kerfi, sem
reynt hefur verið á miljónum
einstaklinga, og meðaltöl hafa
verið reiknuð út fyrir einstak-
linga á öllum aldri.
Þegar barn er látið ganga
undir gáfnapróf, er árangur
þess borinn saman við meðal-
töl barna á svipuðum aldri.
Hlutfallið á milli „gáfnaaldurs"
og „tímaaldurs" er ,,gáfnatala“
barnsins.
Mælt á þennan mælikvarða er
aukin andleg starfsemi barna,
sem gefinn hefur verið glútam-
sýra reglulega og í allstórum
skömmtum, mjög greinileg og
athyglisverð; að jafnaði nemur
hækkunm átta til tíu stigum.
Ef gáfnatalan er allmiklu hærri
en 100, sem er meðaltal, eru
áhrifin ekki eins greinileg; en
þegar um er að ræða vanþroska
börn, þ. e. börn, sem hafa lægri
gáfnatölu en 100, eru þau stund-
um furðulega mikil.