Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
að Larsen rektor í „Stenhus"
reyndist honum vel. Þar var
hann í næstu fimm ár, fyrsta
árið neðstur, en næstu árin gekk
honum betur. Fyrsta einkunnin,
frá því í október 1935, er á
þessa leið: „Kím er gæddur
meðalgáfum, en á erfitt með að
einbeita huganum og er dreym-
inn um of. Líkamsþroski hans
er góður, jafnvel fullmikill, og
er það ef til vill orsök þess, að
starfsorkan er fremur lítil.“
Yfirleitt voru skólaárin í „Sten-
hus“ hamingjuár fyrir Kím,
enda þótt þau væru jafnframt
mikill umróts- og þroskatími.
Síðasta árið í „Stenhus" var
hann latari en nokkru sinni áð-
ur. Það var mikill frostavetur,
og hann varði mestu af tíma
sínum til að vera á skautum eða
skíðum úti á firðinum. Afleið-
ingin varð sú, að hann hlaut
mjög lélegt gagnfræðapróf við
skólaslit 1940.
Hann var sendur upp í sveit,
og var það einskonar refsing
fyrir prófið, því að hann var
lítið gefin fyrir sveitavinnu. En
honum varð gott af dvölinni í
sveitinni og hinni erfiðu vinnu,
og í ágústmánuði innritaðist
hann í sjómannaskóla Lauritz-
ens í Svenborg. Þar var hann
þar til í marz 1941, en þá tókst
honum að komast í skipsrúm á
þrísigldri skonnortu.
Áður en Kím fór til sjós, var
hann heima um mánaðartíma,
og kynntist þá Hönnu. Hann
elskaði hana frá upphafi, og það
var erfitt fyrir hann að fara
að heiman, án þess að hafa sagt
henni, hvað honum bjó í brjósti.
Og það liðu margir mánuðir,
unz þau hittust aftur.
Þegar þetta gerðist, var Kím
seytján ára gamall.
Hellerup, í október 1945.
Vibeke Málthe-Bruun.
I.
Danzig-, 18. mai 1941.
Elsku Hanna.
Við vorum að koma hingað.
Veðrið er dásamlegt; næstum
því Iogn og heiður himinn, en
það liggur við að maður sleppi
sér af vonzku út af öllum Þjóð-
verjunum, sem vaða hér um alt
(jafnvel um borð í skipinu). Ég
ligg hérna á lestarlúunni og
skrifa þetta bréf, en jafnframt
get ég fylgst með því, sem ger-
ist í kring um mig.
Fimmtudaginn, 15. maí, var
ég á vakt frá kl. 24 til 4. Þegar