Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 97
KlM
95
eða tvær kvensur hafa hér fast
aðsetur, svo að það er ekki
hægt að segja, að það sé ein-
mannalegt í litla lúkarnum. Þú
getur kannske gert þér í hugar-
lund, hvemig þýzka hafnar-
drósin er, hún er ekki falleg,
það get ég sagt þér. Ekki svo
að skilja, að mér finnist þetta
neitt óeðlilegt eða sérstaklega
ámælisvert; þvert á móti er ég
þeirrar skoðunar, að maður hafi
gott af að kynnast fólki, sem
er algerlega frjálst og óþvingað
í framkomu. Félagar mínir geta
ómögulega skilið, hversvegna
ég er svo frábitinn þessu líferni,
og þeir vilja ólmir sjá mynd af
stúlkunni, sem hefir slík tök á
sjómanni, jafnvel þegar hann
er í siglingu.
Hugsaðu þér, ég hefi aðeins
þekkt þig í rúman mánuð, við
höfum ef til vill verið saman
tíu sinnum, ég hefi aldrei sagt
þér allt, sem mér liggur á
hjarta, en samt skrifa ég þér
eins og ég hafi þekkt þig allt
mitt líf og þú hefðir verið gef-
in mér.
Ég er nýbúinn að fara í
eftirlitsferð, og allt er eins og
vera ber. Tunglið er farið í hátt-
inn og sólin er í svefnrofunum.
Danzig, 2. júní 1941.
I kvöld var tunglskin og það
hitaði mér um hjartaræturnar.
Að réttu lagi hefði ég átt að
skrifa önnur bréf, en þó skrifa
ég þér einni; ég loði við þig eins
og býflugan loðir við blómið.
Við ræddum mikið um kven-
fólk í dag. Félagar mínir sögðu,
að karlmenn kvæntust aldrei of
seint, og menn ættu að vera
lausbeizlaðir eins lengi og unt
væri. Stýrimaðurinn var einn af
hinum áköfustu. Hann er gift-
ur. Þeir héldu því fram, að sjó-
maður gæti ekki haft tangar-
hald á konu, fyrr en hún ætti
heilan hóp af börnum, sem væru
henni til dægradvalar. Ég hélt
því fram, að ekkert væri heil-
brigðara og ekkert hefði eins
farsæl áhrif á ungan mann og
konuást, og ekki sízt vegna þess,
að meiri sæla væri ekki til en
að þroska hvort annað og eign-
ast börn, meðan maður er sjálf-
ur ungur og getur skilið þau.
Þeir halda, að ég sé hálfgeggj-
aður, að uppeldið hafa eyðilagt
mig, og að ég neiti mér um
alla skemmtun og ánægju.
Hvað heldurðu að fólk myndi
segja, ef það vissi, að ég skrifa
þér 100 síðu bréf ? Sjómennirnir
hrista höfuðið og vorkenna.