Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 115

Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 115
KlM hræðilegum hríðum, sem fylgja hverri fæðingu. Aldrei hefir heimurinn orðið að þola slíkar þjáningar sem nú, en lífið hefir heldur aldrei verið eins þrótt- mikið og nú. Ég lifi einkenni- legu lífi meðal einkennilegs fólks, og af því að tilfinningarn- ar eru ætíð óduldar og taugarn- ar ekki alltaf í lagi, kynnist ég fólki með allt öðrum hætti en áður. Á liðnum árum hefi ég litið heiminn með dreymandi augum, og það hefir alltaf verið ein- hver sérstakur ljómi yfir hon- um. Já, stundum sá ég hann alls ekki, en aðeins drauma mína. Ég sofnaði á hverju kvöldi með bros á vör og bros í hjarta. Ég svaf vært og vaknaði á morgn- ana óþreyttur og undrandi jrfir lífinu. Nú leggst ég til svefns með alvöru í huga og sef þungum, rólegum svefni. Þegar ég vakna, er það ekki af því, að ég sé út- sofinn, heldur vegna þess að eitthvað í undirvitundinni minn- ir mig á, að starfið bíði mín. Allt snýst um líðandi stund, maður verður sífellt að vera við- búinn óvæntum atburðum, alltaf á varðbergi. Þú skilur; tilvera, sem er algerlega bund- 115 in við líðandi stundu og með líf- ið að veði. Ég starfa með fólki, sem hefir algerlega helgað sig þessu lífi. Hellerup, 3. des. 1944. Kæra Nitta. Ég held, að mín bíði mikil um- breyting, þegar ég hverf ein- hverntíma burtu frá mönnunum og finn sjálfan mig. Mér finnst, enda þótt ég geti ekki komið orðum að því, að ég hafi glatað einhverju meðal mannanna, einhverju, sem ég gat séð, skil- ið og skynjað, þegar ég var einn. Því lengur, sem ég bý í borginni og meðal borgarbúa, þeim mun betur skil ég, hve ómetanlegt gildi kyrrð og alvara náttúrunnar hefir fyrir mann- legan þroska. Ég veit, að eitt- hvað glatast, þegar maður um- gengst annað fólk um of, eins og maður gerir í borgum. Maður verður fyrir svo miklum áhrifum af hugsunum og reynslu þessa fólks, að maður tekur ekki eftir eða gleymir eigin hugsunum og reynslu. Það er andstyggilegt, að láta troða þessu öllu upp á sig — gegn vilja sínum. Hvernig sem ég reyni að veita viðnám, kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.