Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 115
KlM
hræðilegum hríðum, sem fylgja
hverri fæðingu. Aldrei hefir
heimurinn orðið að þola slíkar
þjáningar sem nú, en lífið hefir
heldur aldrei verið eins þrótt-
mikið og nú. Ég lifi einkenni-
legu lífi meðal einkennilegs
fólks, og af því að tilfinningarn-
ar eru ætíð óduldar og taugarn-
ar ekki alltaf í lagi, kynnist ég
fólki með allt öðrum hætti en
áður.
Á liðnum árum hefi ég litið
heiminn með dreymandi augum,
og það hefir alltaf verið ein-
hver sérstakur ljómi yfir hon-
um. Já, stundum sá ég hann alls
ekki, en aðeins drauma mína.
Ég sofnaði á hverju kvöldi með
bros á vör og bros í hjarta. Ég
svaf vært og vaknaði á morgn-
ana óþreyttur og undrandi
jrfir lífinu.
Nú leggst ég til svefns með
alvöru í huga og sef þungum,
rólegum svefni. Þegar ég vakna,
er það ekki af því, að ég sé út-
sofinn, heldur vegna þess að
eitthvað í undirvitundinni minn-
ir mig á, að starfið bíði mín.
Allt snýst um líðandi stund,
maður verður sífellt að vera við-
búinn óvæntum atburðum,
alltaf á varðbergi. Þú skilur;
tilvera, sem er algerlega bund-
115
in við líðandi stundu og með líf-
ið að veði. Ég starfa með fólki,
sem hefir algerlega helgað sig
þessu lífi.
Hellerup, 3. des. 1944.
Kæra Nitta.
Ég held, að mín bíði mikil um-
breyting, þegar ég hverf ein-
hverntíma burtu frá mönnunum
og finn sjálfan mig. Mér finnst,
enda þótt ég geti ekki komið
orðum að því, að ég hafi glatað
einhverju meðal mannanna,
einhverju, sem ég gat séð, skil-
ið og skynjað, þegar ég var
einn.
Því lengur, sem ég bý í
borginni og meðal borgarbúa,
þeim mun betur skil ég, hve
ómetanlegt gildi kyrrð og alvara
náttúrunnar hefir fyrir mann-
legan þroska. Ég veit, að eitt-
hvað glatast, þegar maður um-
gengst annað fólk um of, eins
og maður gerir í borgum.
Maður verður fyrir svo miklum
áhrifum af hugsunum og
reynslu þessa fólks, að maður
tekur ekki eftir eða gleymir
eigin hugsunum og reynslu.
Það er andstyggilegt, að láta
troða þessu öllu upp á sig —
gegn vilja sínum. Hvernig sem
ég reyni að veita viðnám, kem-