Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 95
KlM
93
um á þér, Hanna, og hvað væri
yndislegra fyrir mig?
Ég hefi verið að hugsa um,
hve ólíkum augum fólk úr mis-
munandi stéttum lítur hlutina,
og hve uppeldið hefur mikla
þýðingu. Sjómenn t. d. líta yfir-
leitt á konur frá kynferðislegu
sjónarmiði, en meta þær þess
utan einungis eftir vinnugetu
þeirra. Ég hefi oft rekið mig á
það, að þótt sjómaður eigi konu
eða unnustu í heimahöfn, kast-
ar hann sér í faðminn á fyrstu
hafnardrósinni, sem hann rekst
á. Sjómennirnir eru einlægir og
hreinskilnir, og þetta skiptir
engu máli í sambandi við fjöl-
skylduna heima. Þeir líta til-
gerðarlaust á málið, og ég skal
segja þér, að það er eitthvað
heiðarlegt og blátt áfram við
þetta, enda þótt ég gæti aldrei
fellt mig við það.
Ég spurði einn þeirra, hvem-
ig honum litist á, ef hann frétti
að konan eða unnustan hegðaði
sér þannig. Hann starði á mig,
bæði undrandi og skelfdur, eins
og það væri sjálfsagt mál, að
hann liti ekki við slíkri konu.
Ég spurði, hvernig hann gæti
krafist þess, að hún væri hon-
um trú, þegar hann væri henni
ótrúr. Hann svaraði, að henni
yrði ekki meint af því, sem hún
vissi ekki. Hann var eins heið-
arlegur og nokkur maður getur
verið, svik urðu ekki fundin í
honum, og hann unni konu sinni
engu minna en hver annar. Það
var aðeins uppeldið, sem olli
því, að viðhorf hans var svo
einkennilegt.
Það er skoðun mín, að hann
sé okkur miklu fremri að því er
snertir heiðarlega og látlausa
framkomu. Ilugsaðu um það,
hvað maður eins og ég er
margbrotinn og flókin að eðlis-
fari; stundum finnst mér
ómögulegt að vera einlægur
gagnvart sjálfum mér af þess-
um sökum, og mér er ómögulegt
að komast að sannleikanum, af
því að ég er á villigötum. Nú
skrifa ég t. d., að ég sé dauð-
yfli, og ég meina það, en þó
veldur það mér duldri ánægju,
að ég get verið svona einlægur
við þig. Fari ég að greina hugs-
anir mínar og tilfinningar
nánar, líst mér ekki á blikuna,
því að hvernig sem ég fer að,
tekst mér ekki að komast að
sannleikanum um sjálfan mig.
Aðeins í einu tilliti hefi ég eygt
sannleikann, skýran og ljósan,
og það er í ást minni til þín. Og
þess vegna finnst mér hún vera