Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 44
42
TJRVAL.
hætt við taugaáfalli fyrir áhrif
frá meiðslinu.
Sama regla gildir um sjúk-
dóma, eins og læknar fyrri tíma
höfðu líka á tilfinningunni, þeg-
ar þeir ráðlögðu sjúkum mönn-
rnn vodka, koníak eða önnur örv-
andi lyf.
1 fyrstu tilraunum sínum not-
aði Galkin tvo ketti og svonefnd-
an ,,lewisite“-plástur, sem er
eitraður og veldur bólgu og
kláða, ef hann er lagður á hör-
und.
Hárin voru rökuð af svolitl-
um bletti á lærum kattanna. Því-
næst var annar kötturinn svæfð-
ur með ether, en hinn ekki. Að
lokum var „lewisite“-plástur
lagður á blettina á báðum kött-
unum.
Kötturinn, sem hafði fulla
meðvitund, bólgnaði þegar, en
á svæfða kettinum sást engin
breyting. Húðin drakk ekki í
sig eitrið o g varð ekki fyrir
neinum áhrifum frá því.
Næst kom tilraun með hor-
móna og var hún gerð bæði á
dýrum og mönnum. Það kom
strax í Ijós, að þótt þessum
sterku örvunarefnum væri dælt
beint inn í blóðið, þá losaði
svæfing heilann úr tengslum og
gerði efnin algerlega áhrifa-
laus. Þau höfðu engin áhrif á
líffærin, sem venjulega drekka
þau í sig.
Loks var gerð stórmerkileg
tilraun með cyankalíið.
Þetta eitur, sem ræðst á all-
ar frumur líkamans og deyðir
þær með því, að gera þær óhæf-
ar til súrefnistöku, myndi und-
ir venjulegum kringumstæðum,
drepa kött á augabragði.
Það var notað við tólf ketti.
Sex þeirra, sem ekki höfðu
verið svæfðir, drápust þegar í
stað. Hinum sex, sem allir voru
svæfðir, var gefinn sami ban-
væni skammturinn. Þegar þeir
komu til meðvitundar, var enga
breytingu að sjá á fjórum
þeirra, þeir lifa enn þann dag
í dag góðu lífi í rannsóknarstof-
unni. Eitrið hafði ekki meiri á-
hrif á þá en vatn.
Hinir tveir drápust, en þó
ekki fyrr en þeir höfðu aukið
nokkuð við þekkingu vísinda-
mannanna. Þeim hafði sem sé
verið gef inn minni svæf ingarlyf s-
skammtur, og voru ekki með-
vitundarlausir nema í 10 mín-
útur. Þetta var of stuttur tími,
til þess að líkaminn gæti losnað
við eitrið á eðlilegan hátt. Þeg-
ar þeir röknuðu við, var eitrið
enn í blóði þeirra.