Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 129

Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 129
KlM 127 áfram, og sem allra minnst glatizt, þannig er ég gerður. Þinn ekki til eilífoar. Kím. Vestra íangelsi, klefi 411. 4. apríl 1945. Kæra mamma. Ég hefi, ásamt Jörgen, Niels og Ludvig, verið leiddur fyrir herrétt. Við vorum dæmdir til dauða. Ég veit, að þú ert þrek- mikil kona, og þú tekur þessu með stillingu, en það er ekki nóg, þú verður líka að skilja það. Ég er lítilfjörlegur, og persóna mín mun fljótlega gleymast, en sú husjón, það líf, sem ég var þrungin af, mun lifa áfram. Þú munt hitta það allsstaðar — í trjánum á vor- in, í fólkinu, í elskulegu brosi, þú munt mæta því, sem eitthvert gildi hafði hjá mér, þú mimt elskan það og þú munt ekki gleyma mér. Ég mun fá að vaxa og þroskast, ég mun lifa hjá ykkur, sem unnuð mér, og þið munuð lifa áfram, því að þið vitið, að ég er á undan ykk- ur, en ekki á eftir, eins og þið kunnið að halda í fyrstu. Þú veizt, hvað ég þráði og hvað ég hélt, að ég myndi verða. Fylgdu mér, elsku móðir, á leið minni, og staðnæmstu ekki við síðasta æviþátt minn, heldur við hina síðustu; ef til vill finnið þið eitthvað, sem er dýrmætt fyrir hana, sem er barnið mitt, og hana sem er móðir mín. Ég hefi gengið veg, sem ég hefi ekki harmað, ég hefi aldrei svikið, það sem ég unni, og mér finnst nú, að ég geti komið auga á samhengi. Ég er ekki gamall, ég ætti ekki að deyja, en þó finnst mér það svo eðli- legt. Við óttumst aðeins í fyrstu, þegar dauðann ber svo brátt að. Tíminn er stuttur, ég get ekki útskýrt þetta, en hugur minn er algerlega rólegur. Ég vildi gjarnan vera einskonar Sókrates, en það vantar áheyr- endurna. Ég finn til sömu hug- arróar og hann, og ég vil að þið skiljið það, bæði þú, Hanna og Nitta. Skilaðu kveðju til Nittu, mér þykir vænt um hana og ég stend við hvert orð, sem ég hefi skrifað henni. En hvað það er í rauninni ein- kennilegt, að sitja hér og skrifa þetta hinzta bréf. Hvert orð stendur, það er aldrei hægt að bæta fyrir það, má það út eða breyta því. — Mér kemur svo margt í hug. Jörgen situr hérna hjá mér og skrifar fermingar--
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.