Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 8
6
TjRVALi
framleitt nýjar matvælategmid-
ir, annað hvort með bví að
rækta til manneldis eitthvað,
sem áður hefir ekki verið notað
til matar, eða með því að búa
til algerlega ný efni á efnafræði-
legan hátt (syntetiskt).
Bezt dæmi um hið fyrrnefnda
er fæðugerið.* Við fáum mest
af eggjahvítuefnum okkar úr
kjöti. En húsdýrin okkar eru
rúmfrek og lengi að komast í
gagnið. Naut, sem vegur 500
kíló, framleiðir um 45 grömm
af ætum eggjahvítuefnum á sól-
arhring. 500 kíló af fæðugeri
geta framleitt 246 lestir á
sama tíma. Eggjahvítuefnin,
sem nautið framleiðir, kosta
ellefu shillinga (í Englandi)
pundið, en eggjahvítuefnin, sem
fæðugerið framleiðir, kostar
tvo og hálfan shilling. Geriana
má ala á úrgangsefnum frá
sykurverksmiðjum og öðrum
verksmiðjum.
Ef fæðugersverksmiðjunum,
sem reistar voru á styrjaldar-
árunum, hefði verið veitt sömu
hlunnindi og penicillinverk-
smiðjunum, mundum við nú
*Sjá „Síðasta ferðin?“ í 6. hefti
2. árg.
geta framleitt eggjahvítuefni,
sem nægja mundi til að firra
hungri aliar þjóðir Evrópu.
Þess verður langt að bíða, að
allir menn í heiminum geti borð-
að kjöt þrisvar í viku. Úr þessu
gæti fæðugerið bætt mikið; en
einhverra orsaka vegna er þessi
merkilega nýjung ekki hagnýtt
sem skyldi.
Ýmsar gervifæðutegundir
hafa þegar verið framleiddar.
Þjóðverjar hafa gert einskonar
smjör úr koluin. Þetta er ekki
eins furðulegt og ókunnugir
mætíu ætla, því að nálega allt í
heiminum er gert af tiltölulega
fáum frumefnum, og aðferð
efnafræðinganna er sú að
„stokka“ þessi frumefni og fá
fram þau sambönd, sem þeir
vilja. Kolefni, súrefni, vatnsefni
og köfnunarefni ásamt einu eða
fleiri öðrum frumefnum, eru
meginuppistaðan í öllum þeim
efnivið sem okkur má að gagni
verða.
Þýðingarmeiri en kolasmjör-
ið eru þó möguleikarnir á ótak-
markaðri framleiðslu gervisyk-
urs og gervikolvetna. Sem stend-
ur sækjum við sykur og kolvetni
til jurtaríkisins. Jurtirnar nota,
eins og fyrr segir, sólarorkuna
til að breyta kolefni, súrefni og