Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 11
HVERS MÁ VÆNTA?
iieiminum. Eitt af þessu tækjum
er rafsjáin2).
Margt er okkur hulið vegna
þess að það er smærra en
bylgjulengd Ijóssins. Rafsjáin
stækkar að minnsta kosti tífalt
meira en venjuleg smásjá.
Fyrsti árangurinn af notkun
rafsjárinnar er sá, að við get-
um nú séð hið dularfulla vírus
eða huldusýklana, sem eru svo
smáir, að þeir smjúga í gegnum
fíngerðustu sigti, og svo illvígir,
að þeir valda sumum af verstu
sjúkdómunum, sem þjá mann-
kynið. Með aðstoð rafsjárinnar
höfum við kynnzt betur innstu
gerð ýmissa efna, og þess má
vænta, að við getum bráðlega
séð stærstu eggjahvítuefnissam-
eindirnar í henni.
Annað tæki, sem nýlega er
farið að nota, er katóðulamp-
inn eða rafeindageislinn. Hann
er uppistaðan í hinni stórmerku
reiknisvél, sem nýlega hefir
verið gerð og kölluð hefir verið
rafeindaheilinn. Þessi vél getur
leyst af hendi flókna stærð-
fræðilega útreikninga á marg-
falt skemmri tíma en manns-
heilinn.
2) Sjá „100 000 föld stækkun" í 2.
hefti 4. áxg.
9
Þriðja tækið, sem er alveg
nýtt, notar ljósfrumuna (photo
electric cell) til þess að taka upp
Ijósáhrif frá stjörnum, sem
eru svo fjarlægar, að ekki er
hægt að ljósmynda þær í stærstu
stjörnukíkjum. Fullyrt er, að
með þessu nýja tæki hafi rúm-
svið þekkingar okkar í geimn-
um tuttugu og fimm faldast frá
því sem áður var.
Fjórða vísindalega framför-
in er hin nýja tækni við „mikro-
analysis,“ eða efnagreiningar í
örsmáum stíl. Þegar frumefnið
plutonium fannst við kjarn-
orkurannsóknirnar var auðvitað
nauðsynlegt að kynnast öllum
eðlis- og efnafræðieiginleikum
þess; en svo lítið magn var til
af því, að ósýnilegt var í beztu
smásjá. Samt tókst vísinda-
mönnunum að gera grein fyrir
öllum eiginleikum þess.
Á sama hátt getur lífeðlis-
fræðingurinn rannsakað efna-
starfsemi einnar frumu. Hann
getur jafnvel gert skurðaðgerð
á einu blóðkorni, eða skorið
kjarnan úr amöbu og grætt í
staðinn kjarna úr annari amöbu
— og tekið kvikmynd af öllu
saman.
—o—
Ég hef viljandi leitt hjá mér