Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 81
HAMINGJULEIT
79><
ins, heldur einnig að velferð
fjölskyldunnar, hópsins, kyn-
flokksins. Hin æðsta hamingja
er, eins og skáldin hafa kennt
okkur, fólgin í því að fullnægja
því, sem við köllum einu nafni
ást — ást piltsins til stúlk-
unnar, ást móðurinnar til barns-
ins. Auðvitað getum við ekki
verið ástfangin allar stundir
dagsins, en það er til annað og
mildara form af þessari sömu
tilfinningu, sem ef til vill mætti
kalla vináttu. Hún er eitt með
öðru skýringin á því, hvers-
vegna mér finnst eitthvað ó-
mennskt við það að hafa yndi
af að ganga á fjöll einn eða
sitja einn á árbakka og bíða
eftir því að bitið sé á — ef
þetta er gert að takmarki í
sjálfu sér. Aftur á móti getur
hið mesta leiðindaverk orðið
skemmtilegt, ef það er unnið
með fólki, sem maður telur
vini sína.
Hin æðsta lífsnautn er því
að mínu áliti fólgin í því að
starfa að einhverju, sem manni
finnst nokkurs virði, og sem er
nógu erfitt til þess að beita
þurfi við það allri andlegri orku
sinni; og að finna, ekki að
maður hafi leyst vandann,
heldur á einhvern hátt stuðlað
að því að lausnin fyndist. Á-
nægjan er fólgin í því að leika
leikinn, en ekki í því að vinna
hann. Og jafnvel þó að við
töpum honum (og öll erum við
dæmd til að tapa í þessu lífi),
sviftir það okkur ekki ánægj-
unni af því að hafa tekið þátt
í honum.
★ 'k
Meinleg mistök.
Skólaeftirlitsmaðurinn kom í eftirlitsferð í menntaskólann.
Hann var á leið inn ganginn þegar hann heyrði háreisti mikla
í einni stofunni. Hann vatt sér inn úr dyrunum, tók í hnakka-
drambið á stærsta slánanum í bekknum, fór með hann fram, stillti
honum upp við vegg og skipaði honum að standa kyrrum og
halda kjafti. Rétt í sömu svifum rak einn úr bekknum höfuðið út
um gættina og sagði: „Megum við ekki fá kennarann okkar aft-
ur?“
— Verden i Dag.