Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 105
KlM
tíð og ég er líka að þokast á-
fram. Við erum ánetjuð í for-
dóma, allskonar venjur, sem
daglegt líf okkar er ofið úr. Mér
hefur oft komið í hug á síðast-
liðnu ári, að á sama hátt og all-
ir hlutir í ríki náttúrunnar eru
mikilfenglegir og dásamlegir,
þannig sé hvert minnsta atvik
ákvarðað okkur til góðs — al-
veg eins og hver einasta vera
er byggð úr frumeindum, þannig
skapi hvert atvik í lífi okkar
skilyrði fyrir meiri gleði og
hamingju. Þessi hugsun eykur
tilfinningu mína fyrir lífinu og
veldur því, að ég bíð minnstu
atvika með eftirvæntingu. Ég
skrifa síðu eftir síðu, og þó
get ég ekki sagt brot af því, sem
ég feginn vildi segja þér. Fái
ég aftur á móti bréf frá þér,
hefi ég umhugsunarefni til
langs tíma, já, meira að segja
stundum einkunnarorð, sem ég
vildi gera að mínum: „Áfram,
áfram, aldrei staðnæmast —
maður getur alltaf snúið við.“
Ég hlakka mikið til að hitta
þig, ekki af því að mér þyki svo
langt um liðið — þú ert alltaf
nálægt mér — en það er svo
margt, sem ég get ekki komið
orðum að í bréfi, en mér liggur
þó þungt á hjarta. Það var auð-
iox
veldara í Finnlandi, og ég veit
líka, að ég mun eygja margar
nýjar leiðir, ef ég fæ að tala
við þig. Ég fer víst ekki á sjó
næstu mánuði. Það er að sumu
leyti leiðinlegt, en þó getur þú
ímyndað þér, að ég nýt lífsins
svikalaust.
Þinn Kím.
10. okt. 1942.
Kæra Hanna.
Hefur þú nokkum tíma lesið
í „Adam Homo“ um móðurina,
sem var að kenna drengnum
sínum, hvað væri fólgið í því
„að vera“? — Hanna, mér
finnst, að nú ríði á því „að
vera“, fyrir okkur bæði, þig og
mig.
Það er ekki það, að okkur
þyki vænt hvora um annað —
nei, það er ekki það, heldur eitt-
hvað mikið, óskiljanlegt og göf-
ugt. Ég hefi heyrt suma nefna
það náttúruna — einn sagði
mér, að það væri guð, en þú
veizt, að í okkar augum er það
tréð, fuglarnir og skýin. I okkar
augum er það litli rytjulegi
fuglsunginn, sem þú sást fljúga
af hreiðrinu í gær. Hrifningin,
sem gagntók okkur, þegar við
sigldum inn fjörðinn fyrir full-
um seglum. Skýin, svalt morg-