Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 112
110
ÚRVALi
hús hrunið fram í höfnina. Mað-
ur getur séð, að veggfóðrið hef-
ir verið ljósblátt, skreytt smá-
gerðum blómiun. En hvað hér
eru margar fagrar kirkjur og
byggingar.
Allt í einu skiptum við um
stefnu og siglum inn í örmjóan
skipaskurð. Skurðurinn er ekki
breiðari en svo, að skipið rétt
mjakaðist í gegnum hann. Við
endann á skurðinum var stórt
opið svæði. Didierverksmiðjan.
En hún var nú í rústum. Við átt-
um að hlaða skipið af eldföst-
um steini, en það var svo lítið
til, að við gátum ekki fengið
fullfermi. Sunnanvert við skurð-
inn, milli rústanna, var stór
vélaskáli. Að norðanverðu var
annar skáli og var hann í rúst-
um að mestu leyti. Á páska-
dagsmorgun fór ég í land, til
þess að skoða mig um, og þá sá
ég, að á bak við verksmiðjuna
var ferhyrnt svæði, girt með
gaddavír. Það minnti á hunda-
rétt. Þarna voru nokkrir rúss-
neskir herfangar að þvo klæðis-
plögg sín. Ég gaf mig á tal við
þá og þeir réttu hendurnar út
um girðinguna til þess að heilsa
mér. Ég vorkenndi þelim. Ég
sótti nokkur pör af sokkum og
einn jakka og fékk þetta í hend-
ur stórvöxnum náunga, sem
virtist vera fyrir þeim. Hann
var fílefldur, en barnalegur
með afbrigðum. Hann var feg-
inn gjöfinni, og stundarkomi
síðar sá ég að hann var að
spásséra í sokkunum.
Síðar um daginn tókst mér og
matsveininum að laumast inn til
þeirra. Járnstigi lá upp í véla-
skálann og þar bjuggu yfir
hundrað fangar í þrem her-
bergjum. Það var eins og í
hesthúsi.
Þeir höfðu sjálfir smíðað
rúm sín, sem voru tvö saman,
hvort yfir öðru. Þeir höfðu
engar dýnur, en hefilspæni og
tvö teppi á mann. Fæðið var 2
rúgbrauð á viku, 400 gr. smjör-
líki á mánuði, 1 pund kartöflur
á dag, 1 pund sykur á mánuði
og dálítið af káli. Ekkert annað.
Það voru tveir mánuðir síðan
þeir höfðu fengið fisk. Mér var
óskiljanlegt, hvernig þeir gátu
lifað af þessu — og þá kom
sannleikurinn í ljós, þeir lifðu á
jurtaolíu, sem þeir stálu í verk-
smiðju einni, þar sem nokkrir
þeirra unnu. Maður komst við
af gjafmildi þeirra. Foringinn
bauð okkur bjór (af honum
fengu þeir eins mikið og þeir
gátu torgað).