Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
mig ekki í réttu ljósi og gleymið
staðreyndunum, sem hér koma
við sögu. Þú hefir t. d. ekki
íhugað, að ég er ýmsu misjöfnu
vanur úr starfi mínu, og var
sumt sízt betra, en það, sem ég
hefi orðið að þola hér. Mundu,
að ekkert af því, sem hefir
drepið kjark hinna, hefir haft
áhrif á mig. Fæðið, rúmið, inni-
lokunin og yfirheyrslumar
hafa verið mér sem leikur einn.
Ég vildi ekki fyrir nokkurn
mun hafa farið varhluta af því.
Mundu, að það var mikið ævin-
týrablóð í mér, og jafnvel þeg-
ar ég var handtekinn, fann ég
fremur til eftirvæntingar en
nokkurs annars. Ég var ekkert
hræddur við Gestapomennina.
Þeir eru aðeins frumstæðir, og
þeir sem eru ekki frumstæðir,
eru mjög eftirtektarverðir.
Mér kom í hug, þegar þeir
tóku mig í yfirheyrslu í Shell-
húsinu: Þannig hlýtur dýra-
temjara að vera innanbrjósts,
þegar hann fer inn til dýra
sinna. Slíkum tamningamanni
hlýtur að þykja eitthvað vænt
um dýrin sín, enda þótt honum
sé ljóst, að sum þeirra eru þann-
ig gerð, að þeim verður að út-
rýma. Ég hefi aldrei óttast
hunda, enda þótt maður sé var-
kár, þegar um óða hunda er að
ræða. Ég hefi ekki ennþá orðið
fyrir misþyrmingum. Mér hefir
verið skipað að fara úr fötun-
um en annað hefir ekki gerzt.
Sá, sem stóð andspænis mér,
bjóst oft til að stökkva á mig,
en ég lét sem ég sæi það ekki
og fór að tala við hinn. Einu
sinni þegar ég sá, að hann
myndi ekki geta stillt sig, spurði
ég hann rólegur: „Bist du
angst?“ Ég hefi aldrei séð
nokkrum manni bregða eins
mikið. Svo varð hann ofsareið-
ur, en þá hafði ég snúið mér að
hinum, sem virtist vera honum
æðri að tign, og þá þagnaði
hann. Eftir þetta var hann ekki
eins uppstökkur. Þeir spurðu
mig, hvort ég hefði siglt tollbát
til Svíþjóðar. Ég lét sem ég
skildi þá ekki, og svaraði, að ég
hefði oft komið til Svíþjóðar.
Ég sá eftirvæntinguna í svip
þeirra, en þeir létu sem ekkert
væri. Ég notaði tækifærið, og
sagðist hafa komið til Svíþjóð-
ar á skonnortu í september-
mánuði. Þeir litu báðir upp,
þegar ég sagði „á skonnortu."
Ég bætti við, að ég væri sjó-
maður. Ég dró upp sjóferðabók-
ina mína og ætlaði að sýna
þeim, en þeir litu ekki við henni,