Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 86
KÍM
Formáli.
TC'G var ekkert sérlega hrifin,
þegar mér varð Ijóst, að ég
var með barni. Ég var ung og
hafði ekki mikin áhuga á börn-
um, og auk þess hafði ég nóg
að starfa. En barnið var stað-
reynd, sem ekki varð umflúin,
og eftir því sem tímar liðu,
snérist hugur minn meir og
meir um litla drenginn, sem
í vændum var. Ég var oft ein,
stundum vikum saman, og þeg-
ar ég reikaði um skógana í
Kanada, hugsaði ég stöðugt um
hann, og ég óskaði þess, að hann
yrði glæsilegur, góður og hygg-
inn. Ég vonaði að hann yrði
göfuglyndur, hár og karlmann-
legur í vexti. Þessar hugsanir
náðu stundum svo miklu valdi
á mér, að ég varð sannfærð um,
að ég myndi geta látið bamið
erfa alla þá góðu eiginleika,
sem mér voru svo hugleiknir.
Hinn 7. júlí fann ég það á
mér, að fæðingarinnar yrði ekki
langt að bíða, og þar sem allir
vegir voru ófærir um þetta leyti,
vildi ég ekki tefla á tvær hætt-
ur, en fór með lestinni til
Edmonton, sem er allstór borg
og ekki mjög langt í burtu. Ég
mátti ekki seinni vera, því að'
næsta morgun, sunnudaginn 8.
júlí 1923, fæddist sonur minn,
þessi sonur minn, sem átti eftir
að verða svo óumræðilega mik-
ils virði fyrir mig síðar.
Fyrstu orðin, sem ég sagði,
þegar ég sá hann, vora ekki
skáldleg. Mér varð að orði: „En
hvað hann hefur stóra fætur.“'
Við bjuggum um þetta leyti
í litlum bjálkakofa, spölkora
frá bóndabænum, þar sem við
vorum að byggja okkur íbúðar-
hús. Á hverjum morgni fórum
við þangað ríðandi, og ég reiddi
drenginn fyrir framan mig. Þeg-
ar gott var veður, svaf hann
mestan hluta dagsins úti á
akrinum. Hann dafnaði vel, varð
hár og grannur, með gult hár
og stór, blá augu. Ég held, að
hann hafi þá strax drukkið í
sig takmarkalausa ást til nátt-
úrunnar, sem síðar einkenndi
hann svo mjög.
Frá því í desembermánuðií