Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 62
60
TjTRVALi
Þess skal þó getið til viðvör-
unar, að af nokkrum tegundum
glútamsýru, sem seldar eru í
lyf jabúðmn, er aðeins ein, sem
að gagni kemur í þessu tilliti.
Ég leiði hjá mér að nefna hana,
því augljóst er, að ekki er ráð-
legt að gefa hana nema sam-
kvæmt ráði læknis, sem nokkra
reynslu hefur í notkun glútam-
sýru.
Rannsóknir á glútamsýruinni-
haldi ýmissa fæðutegunda er að-
kallandi. Við vitum, að gnægð
er af henni í soyabaunum og
öðrum belgávöxtum. Það væri
fróðlegt að bera saman gáfna-
far tiltekins f jölda einstaklinga,
er lifa þar í heiminum, sem
þessara fæðutegunda er mikið
neytt, og þeirra, sem ekki neyta
þeirra.
'k k k
Hvað er lífsnautn?
Greinaflokkur úr „The Listener“.
A síðunni hér á móti byrjar erindaflokkur, sem fluttur var %
brezka útvarpið síðastliðið sumar og síðar birtist í vikuritinu
„The Listener“. Erindaflokkurinn hét á ensku „The Enjoyment of
Living“, en höfundamir gáfu sjálfir erindum sinum nafn.
Erindaflokkar um ýmis málefni eru álgengir í brezka útvarpinu
og hefir Úrval áður birt einn slikan: „Kröfur og vandamál vorra
tíma“ í 3. hefti 5. árg. Það er fróðlegt að kynnast þannig fleiri
en einu sjónarmiði á sama máli, og gaman að sjá, hverjum tök-
um menn taka efnið. Síðar munu ef til vill verða birtir fleiri
erindaflokkar, t. d. um trúmál.