Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 100
:98
TÍRVAIj
orðnari — ég hefi fengið meira
að hugsa um og það er kominn
meiri fylling í líf mitt. Þetta
getur virzt vera stóryrðavaðall,
þegar tekið er tillit til aldurs
míns, en mamma, þú skilur,
hvað ég meina, þú skilur til-
finningar mínar ...
Mér þótti vænt um það, sem
þú skrifaðir mér um Hönnu.
Ég þakka þér fyrir það.
Mamma, þú skrifar um að ég
komi heim og fari að lesa, og
ég viðurkenni, að mig langar
til að lesa, en að vísu í öðrum
tilgangi en þú hyggur. En ég
ætla samt að halda áfram við
það, sem ég er byrjaður á, því
að mér gezt vel að því. Stund-
um finnst mér, að mér mundi
falla illa að lifa til lengdar
fjarri litlu „konunni“ minni, en
undir niðri veit ég, að það er
eina atvinnan, sem ég get hugs-
að mér, og það er trú mín, að
okkur veitist svo mikil ham-
ingja á öðrum sviðum, að það
bæti aðskilnaðinn upp. Ég býst
við, að þér finnist við vera of
ung til þess að geta vitað neitt
með vissu, en ég veit hvar ham-
ingju minnar er að leita, og ég
trúi því, að „hún“ viti það líka,
<ef ég breytist þá ekki því meira.
Eg hefi haft gott af þessum
tíma, sem við höfum legið hér,
og ég hefi tekið framförum.
Hættan, sem sífellt vofir yfir
og hin stöðuga óvissa, vekur
hjá manni umhugsun og kennir
manni margt og mikið. Við sof-
um allir uppi á þiljum, þrátt
fyrir kuldann og óveðrið. Ég
hefi búið mér til skýli úr segl-
dúk, og það er mér nokkur hlíf
fyrir stormi og regni, en ég hefi
komizt að raun um, að vot teppi
geta verið hlý. Þegar logn er,
ætlar mýið að gera út af við
okkur, en hugsaðu þér, hvað
maður verður gagntekinn af
frelsiskennd, þegar maður opn-
ar augun og horfir upp í
stjörnubjartan himininn.
V/s. „Jóhanna," Perná, 27. ág. 1941.
Kæra mamma.
Þú skrifar, að það sé svo
margt, sem ég geti glaðzt yfir,
að ég hafi ekki ástæðu til að
vera dapur. Þetta er rétt,
mamma, en reyndu að gera þér
ljóst, að ég hefi þekkt — já,
mér finnst það vera hluti af
sjálfum mér — Hönnu í sjö
daga, og bráðum höfum við ver-
ið aðskilin í sjö mánuði. Það er
erfitt, einkum þegar maður hef-
ir ekkert að starfa, en ég er ekki
1 slæmu skapi vegna þess, að-