Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL,
verið talin í munni eins fiskjar.
Meðan þeir hafa seiðin uppi í
sér geta þeir ekki aflað sér
fæðu, en öðru hverju kemur
fyrir að eitt og eitt seiði hrekk-
ur ofan í þá, svo að þeir svelta
að minnsta kosti ekki heilu
hungri.
Flestir fiskar eru hljóðlausir,
en sólfiskurinn þarna getur
framleitt hljóð með því að nísta
tönnum. En tennurnar eru ekki
í munninum, heldur kverkunum.
Annar fiskur, sem framleiðir
hljóð, er hinn svonefndi trumbu-
fiskur. Hægt er að heyra í hon-
um ofansjávar, þótt hann sé á
18 metra dýpi.
Áður en við yfirgefum fiski-
búrin, verðum við að líta á
hornsílin. Það hefur nýlega ver-
ið uppgötvað, að þau breyta
nærri öll um kyn á miðri æfi.
Fyrri helming æfinnar eru þau
hrygnur, en síðari helminginn
hængar“.
Við fórum að skriðdýrahús-
inu og Pincher hélt áfram:
„Krókódílar geta ekki grátið.
Vissirðu það? Þeir hafa enga
tárakirtla. Þeir hafa lokur í
eyrum og nösum til þess að
vatn komizt ekki inn, þegar
þeir eru í kafi. Krókódíllinn hef-
ur mjög sterka vöðva til að loka
munninum, en veika vöðva til
að opna hann. Fullorðinn karl-
maður getur auðveldlega hald-
ið lokuðum á honum munninum
með báðum höndum. Krókódíl-
ar slá stundum fiska með hal-
annm svo að þeir kastast á land;
síðan fara þeir upp úr og éta
þá.
Fullvaxin pýþonslanga getur
gleypt heilt svín. Kjálkabeinin
eru ekki áföst um liðamótin og
þessvegna geta þær glennt gin-
ið mjög mikið.
Eins og þú veizt getur kame-
Ijónið skipt litum eftir umhverf-
inu; en það er annað athyglis-
vert við það. Sérðu hvemig það
getur rennt til augunum, þann-
ig að annað horfir fram en hitt
aftur?
Nú komum við að sæljón-
unum. Nokkrir vísindamenn
gerðu eitt sinn tilraunir með
næmleik ýmissa dýra á tónlist.
Þeir uppgötvuðu, að hvað svo
sem sæljónin voru að gera,
stöldruðu þau undir eins við,
þegar þau heyrðu hljóðfæra-
slátt.
Þau hlustuðu með meiri
athygli á sígilda tónlist en jass.
Nashyrningurinn var ekki eins
söngelskur. Hann varð ösku-
vondur og ætlaði að ráðast á