Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 57
ÉG TALAÐI VIÐ KRÓNPRINSINN
55
í gæzluvarðhald og hafður í því,
meðan á stríðinu stóð. Nú er
hann auðvitað á frjálsum fæti
og kvæntur enskri konu. Fjár-
hagsleg aðstoð frá skyldfólki
mínu á Englandi virðist ekki
koma til mála. Það liggur í aug-
um uppi. Ég hefi, með öðrum
orðum, ekkert saman við ensku
konungsfjölskylduna að sælda.“
En prinsinn lét ekki merkja
á sér neina gremju, fyrr en ég
minntist á Rússa. Þá gerði hann
enga tilraun til að bæla niður
reiði sína, einkum er hann sá
Slavana aftur í anda á baki gæð-
ingum sínum.
„Hvað ofan í annað hefi ég
reynt að ná að minnsta kosti
hluta eigna minna,“ sagði hann.
„Ég hefi margkvartað, en aldrei
fengið svar. Þá sneri ég mér
til Königs, hershöfðingja á
franska hemámsvæðinu, en ár-
angurinn varð hinn sami.“
„Hví ekki að fara sjálfir til
Potsdam?" stakk ég upp á. „Ef
til vill láta Rússarnir undan, ef
þér talið við þá í eigin persónu."
„Ekki á meðan nokkur
Síberíumaður er þar í borg!“
hrópaði hann. „Ég hefi leyfi til
að heimsækja bandaríska her-
námssvæðið og það brezka. Ég
er frjáls maður og fer, hvert
sem mig lystir. Það sem nú
skiptir mestu máli, er að reka
Rússana aftur austur yfir Oder-
fljót.“
„Hvert er álit yðar á frönsku
og bandarísku setuliðunum ?“
„Mig langar lítið til að eyða
öðrum þrem mánuðum í fanga-
búðum.“ Hann vatt sér undan
spurningunni og leit íbygginn á
mig.
Nú hafði viðtalið varað í
þrjá stundarfjórðunga. Prins-
inn fylgdi mér til dyra og sagði,
um leið og hann kvaddi mig:
„Það er æskan, sem er mesta
ógæfa Þýzkalands. Hún hefir
fallið niður í hyldýpi spillingar,
sem rífa verður hana upp úr.
Æskan þarfnast nýrra hug-
sjóna.“
Áður en ég fór frá landsetr-
inu, hitti ég þjóninn stuttlega
að máli.
„Hve lengi hafið þér verið í
þjónustu hans hágöfgi?“ spurði
ég.
„35 ár,“ svaraði hann. „Við
höfum lifað saman súrt og
sætt.“
Hinn dyggi þjónn prinsins
notar ávallt persónufornöfnin í
fleirtölu, líklega til að sýna hin
nánu tengsli sín við örlög hús-
bóndans.