Úrval - 01.10.1947, Side 57

Úrval - 01.10.1947, Side 57
ÉG TALAÐI VIÐ KRÓNPRINSINN 55 í gæzluvarðhald og hafður í því, meðan á stríðinu stóð. Nú er hann auðvitað á frjálsum fæti og kvæntur enskri konu. Fjár- hagsleg aðstoð frá skyldfólki mínu á Englandi virðist ekki koma til mála. Það liggur í aug- um uppi. Ég hefi, með öðrum orðum, ekkert saman við ensku konungsfjölskylduna að sælda.“ En prinsinn lét ekki merkja á sér neina gremju, fyrr en ég minntist á Rússa. Þá gerði hann enga tilraun til að bæla niður reiði sína, einkum er hann sá Slavana aftur í anda á baki gæð- ingum sínum. „Hvað ofan í annað hefi ég reynt að ná að minnsta kosti hluta eigna minna,“ sagði hann. „Ég hefi margkvartað, en aldrei fengið svar. Þá sneri ég mér til Königs, hershöfðingja á franska hemámsvæðinu, en ár- angurinn varð hinn sami.“ „Hví ekki að fara sjálfir til Potsdam?" stakk ég upp á. „Ef til vill láta Rússarnir undan, ef þér talið við þá í eigin persónu." „Ekki á meðan nokkur Síberíumaður er þar í borg!“ hrópaði hann. „Ég hefi leyfi til að heimsækja bandaríska her- námssvæðið og það brezka. Ég er frjáls maður og fer, hvert sem mig lystir. Það sem nú skiptir mestu máli, er að reka Rússana aftur austur yfir Oder- fljót.“ „Hvert er álit yðar á frönsku og bandarísku setuliðunum ?“ „Mig langar lítið til að eyða öðrum þrem mánuðum í fanga- búðum.“ Hann vatt sér undan spurningunni og leit íbygginn á mig. Nú hafði viðtalið varað í þrjá stundarfjórðunga. Prins- inn fylgdi mér til dyra og sagði, um leið og hann kvaddi mig: „Það er æskan, sem er mesta ógæfa Þýzkalands. Hún hefir fallið niður í hyldýpi spillingar, sem rífa verður hana upp úr. Æskan þarfnast nýrra hug- sjóna.“ Áður en ég fór frá landsetr- inu, hitti ég þjóninn stuttlega að máli. „Hve lengi hafið þér verið í þjónustu hans hágöfgi?“ spurði ég. „35 ár,“ svaraði hann. „Við höfum lifað saman súrt og sætt.“ Hinn dyggi þjónn prinsins notar ávallt persónufornöfnin í fleirtölu, líklega til að sýna hin nánu tengsli sín við örlög hús- bóndans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.