Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 102
100
ÚRVALi
latur og fullur af draumórum.
En ég lét mér á sama standa.
Það var eitthvað miklu þýðing-
armeira, sem sótti á mig — lög-
mál og hugsanir, sem voru mér
langtum þýðingarmeiri en all-
ur skólalærdómur veraldarinn-
ar, enda þótt ég viðurkenni, að
án bóknáms hefði ég ekki
kynnzt þessum hugsunum svo
snemrna.
Geturðu skilið fögnuð minn,
þegar ég átján ára gamall fékk
fulla vitneskju um að það sem
ég áður skynjaði með tilfinning-
unni, er sannleikur. Og að
draumar mínir áður fyrr voru
ekki allir til ónýtis. Ég skil vel,
að þér, Hönnu og mörnmu finn-
ist ég hafa breytzt, og það getur
satt verið að því er snertir tal
og framkomu, en hugur minn
er samur og áður. Mér finnst
ég vera svo lítið breyttur, að
ég greini engan mun á mér. Ég
er jafnvel eins og ég var síð-
ustu árin í Kanada. Eitt hefi
ég lært síðan þá, og ég tel mér
það til góðs, að mér skildist það
ekki fyrr, en það er hið ómetan-
lega gildi bóka. Áður vildi ég
fremur leita sjálfur, heldur en
að þiggja leiðsögn annara. Ég
er ekki að halda því fram, að
þær bækur, sem ég hefi fengið,
hafi gert kraftaverk, en hér á
skipinu hafa þær breytt við-
horfi félaga minna til margra
hluta og gert þá auðugri og
betri. Þeim er orðið þetta ljóst,
og nú bíða þeir bókanna, sem ég
fæ, með engu minni óþreyju en
ég sjálfur.
Ég má nú ekki vera að þessu
lengur. Beztu kveðjur.
Þinn einl.
Kím.
Helsingfors, 28. nóv. 1941.
Kæra Hanna.
Upp á síðkastið hefi ég hugs-
að mikið um trúmál, án þess að
skrifa þér um það. Ég vissi ekki
almennilega, hvernig ég ætti að
ræða þau mál.
Áður fyrr trúði fólk á Óðinn
og Þór — og það trúði með ná-
kvæmlega sama sannfæringar-
krafti og vissu og nokkur prest-
ur trúir á kristindóminn. Svo
uxu mennirnir að skilningi og
þroska, og samkvæmt grund-
vallarlögmálum náttúrunnar
hlaut trú þeirra að haldast í
hendur við þessa þróun. Ein-
hverntíma mun verða hugsað
um kristindóminn á því stigi,
sem hann er nú — eins og við
hugsum nú um guði forfeðr-
anna. Mér hefur oft komið í hug,