Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 36
34
ÚRVAXj
viðri með frostum, sem hvergi
eiga sinn líka, nema á suður-
heimskautinu, mestan hluta
ársins. Þýzki landkönnuðurinn
dr. Wegener mældi þar einu
sinni 65° frost, og enskir land-
könnuðir hafa mælt 225 km
vindhraða á klukkustund.
Margir vísindamenn hafa hætt
lífi sínu við ýmiskonar rann-
sóknir á þessum slóðum. Dr.
Wegener, sem mjög hefur bætt
við þekkingu manna á veður-
fari og jöklum á Grænlandi,
fórst þar í fárviðri. Augustine
Courtauld dvaldi heilan vetur
á innlandsísnum, og Gino Watk-
ins, hinn ungi og efnilegi land-
könnuður, fórst við strendur
Grænlands.
Á hverju ári brotna 75 000
teningskílómetrar af ís úr þess-
ari miklu íshettu og rekur til
hafs. Danskir vísindamenn hafa
athugað ís- og veðurfar í
Davíðssundi (milli Grænlands
og Baffinseyjar) um áratugi.
Þegar mikill ís er í sundinu,
þokast lægðabeltið austur á
bóginn, inn yfir ísland og hafið
umhverfis og lægðirnar verða
dýpri, en háþrýstisvæði yfir
Vestur-Evrópu verða tíðari og
varanlegri.
Þau árin, sem mikill ís er í
Davíðssundi, eru suðvestlægir
vindar tíðir á hafinu milli
Noregs og íslands á haustin,
fyrir áhrif lægðanna yfir Is-
landi. Tiltölulega mikið af hlýj-
um sjó streymir norður í höf,
svo sjórinn undir ísnum verður
hlýrri en venjulega. Þessi hlýi
sjór undir ísnum hefur aðeins
lítil áhrif á loftið að vetrinum
og vorinu, en flýtir fyrir því
að ísinn losni, þegar kemur fram
á sumarið. Tiltölulega hlýr
sjór í Norður-Ishafi orsakar
lægðir og stormasamt veður-
far á þeim slóðum, en loftið,
sem streymir þaðan, veldur há-
þrýstisvæði og góðu veðri suður
í Evrópu.
Rússar hafa lagt mjög mik-
inn skerf til veðurathugana í
norðurheimskautslöndunum. Á
undanförnum 25 árum hafa þeir
reist röð af stöðvum á norður
strönd Rússlands og Síberíu.
Ein sveit vísindamanna dvaldi
í fimm ár samfleytt á Wrangel-
eyju. Önnur stöð er á Hooker-
eyju, fyrir sunnan Franz Jósefs-
land. Sú þriðja er 100 mílum
þar fyrir norðan, á Prins Ru-
bert eyju, og er hún nyrzt allra
veðurathugunarstöðva.
Rússneskir veðurfræðingar
segjast vera í „veðursmiðju