Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 94
92
TJRVAL,
mínar til þín, en það eru þær,
sem fylla líf mitt ósegianlegum
unaði. Ég gæti reynt að skrifa
um, hve yndisleg þú ert í aug-
um mínum, en mér myndi ekki
takast að lýsa tilfinningum
mínum eins og þær eru í raun
og veru.
Þekkir þú ekki tilfinningar,
sem koma fram í hugann, þegar
maður starir í skíðlogandi arin-
eld? Mér er þannig innanbrjósts
nú. Ég ligg á bakinu í kojunni
minni og stari á logandi kerta-
ljós. Þegar ég skrifa, held. ég
pappírsblokkinni Ióðrétt með
vinstri hendi. Fóturinn liggur í
handklæði, sem er neglt upp í
loftið og myndar einskonar
lykkju. Engum greifa, sem ligg-
ur með fótinn uppi á borði, get-
ur liðið betur en mér. En það
er ekki víst, að hann yrði á
sama máli. Nú verður þú að
afsaka mig andartak, því ao ég
er að fara á villidýraveiðar í
frumskóginum. Villidýrin eru
veggjalýs, frumskógurinn er
kojan mín, og byssan er kertið,
þýí að með því brenni ég þær
hægt til dauða.
Halló, hér er ég aftur. Árang-
ur veiðifararinnar: 67 veggja-
lýs. Skotfæraeyðsla: 8 vaxblett-
ir á sængurfötin. Þetta er ár-
angursríkasta veiðiför, sem ég
hefi farið í lífi mínu. I rifu
milli tveggja borða var aragrúi
af þessum kvikindum. Ég skóf
þau út með hníf og bar þau upp
að Ijósinu, titrandi af vígahug.
Þær tístu af kvölum, og nú er
ég búinn að fá samvizkubit og
er hræddur um að ég verði and-
vaka. Ég vona, að þú fyrirgefir
mér þessa ólmu, meðfæddu
morðfýsn.
Danzig, Wester Platte.
MiSvikudaginn, 28. maí 1941.
Nú fer að verða leiðinlegt að
liggja hér. Það var ekki það,
sem ég átti von á, þegar ég
lagði af stað, Nú er klukkan
24. Ég er nýbúinn að fara í
eftirlitsferð, til þess að aðgæta,
hvort allt sé í lagi, og það er
allt eins og það á að vera.
Hanna, ég leit upp til stjarn-
anna og hugsaði um þig, eins
og þú varst, þegar ég sá þig
síðast, og ég furðaði mig á,
hve orðaforði minn er lítill. Ég
get jafnvel ekki sagt þér, hvern-
ig himininn var litur, hvað ég
var að hugsa eða hvaða hug-
hrif það voru, sem sköpuðu
slíka hrifningu sem þá. Ég vildi,
að ég gæti lýst þessu, því að
þá held ég að ég gæti náð tök-