Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 75
LlF — EINS OG GENGUR
73
getum við allt eins komizt að
þeirri niðurstöðu, að þær séu
næstum allar fyrirhafnarlitlar,
jafnvel fyrirhafnarlausar. Við
þurfum ekki að reyna mikið á
okkur til þess að sjá allt, sem
umhverfis okkur er; við þurf-
um ekki annað en opna augun,
og án minnstu fyrirhafnar
birtist okkur heill heimur Ijóss
og lita. Og meira en það: við
getum jafnauðveldlega þurrkað
þetta út með því einu að loka
augunum. Ef við viljum ljósið,
þá opnum við augun, ef við
kjósum myrkrið, þá lokum við
þeim. Þannig er það með öll
skilningarvitin. Þau starfa fyrir
okkur, við þurfum aðeins að
skipa þeim fyrir verkum.
Að því er ég bezt fæ séð er
aðeins eitt í lífinu, sem er erfitt:
það er að hreyfa sig. Það er
ekki jafnfyrirhafnarlítið að
hreyfa sig og að sjá, heyra,
snerta eða finna lykt og bragð.
Við hugsum jafnvel án nokk-
urra erfiðleika, nema þegar við
vitum ekki, hvað við erum að
hugsa um. Hugsunin er að
verða einskonar sjötta skiln-
ingarvit, sem jafnvel öldungar
geta beitt án minnstu fyrirhafn-
ar. Það er fernt, sem við verð-
um að gera, ef við viljum halda
lífi: anda, eta, drekka og sofa.
Ef við vanrækjum eitthvað af
þessu, deyjum við. Og hvað er
svo dauðinn ? Allt lífið er aðeins
undirbúningur undir dauðann,
því að fæðingin er frumorsök
dauðans, og ef dauðinn er ekki
nógu góð laun fyrir að vera
gott og hlýðið barn, hvað er
hann þá? Að hreyfa sig, mat-
ast og drekka er vissulega erf-
iði og fyrirhöfn, og að þetta
fyrirhafnarlausa kraftaverk,
sem við köllum líf, skuli hafa
lagt þetta erfiði á okkur, er of-
vaxið mínum skilningi.
Og hvað um nauðsynina á
því að borða? Þegar við opn-
um augun, mettast þau sam-
stundis af sýn þess, sem fram
undan þeim er; eins ætti að vera
um munninn, þegar við opnum
hann, ætti hann samstundis að
fyllast af hitaeiningum og víta-
mínum. Þetta væri ekkert meira
kraftaverk en sjónin, heyrnin
og snertingin, sem hvert um
sig leysa sitt hlutverk af hendi
án þess að ónáða okkur á nokk-
urn hátt. Ef næringin væri
jafnfyrirhafnarlaus, þyrftum
við ekki að skipta okkur af
neinu framar, og við mundum
lifa til eilífðar, ef við kærðum
okkur um. Það mætti kannske