Úrval - 01.10.1947, Síða 75

Úrval - 01.10.1947, Síða 75
LlF — EINS OG GENGUR 73 getum við allt eins komizt að þeirri niðurstöðu, að þær séu næstum allar fyrirhafnarlitlar, jafnvel fyrirhafnarlausar. Við þurfum ekki að reyna mikið á okkur til þess að sjá allt, sem umhverfis okkur er; við þurf- um ekki annað en opna augun, og án minnstu fyrirhafnar birtist okkur heill heimur Ijóss og lita. Og meira en það: við getum jafnauðveldlega þurrkað þetta út með því einu að loka augunum. Ef við viljum ljósið, þá opnum við augun, ef við kjósum myrkrið, þá lokum við þeim. Þannig er það með öll skilningarvitin. Þau starfa fyrir okkur, við þurfum aðeins að skipa þeim fyrir verkum. Að því er ég bezt fæ séð er aðeins eitt í lífinu, sem er erfitt: það er að hreyfa sig. Það er ekki jafnfyrirhafnarlítið að hreyfa sig og að sjá, heyra, snerta eða finna lykt og bragð. Við hugsum jafnvel án nokk- urra erfiðleika, nema þegar við vitum ekki, hvað við erum að hugsa um. Hugsunin er að verða einskonar sjötta skiln- ingarvit, sem jafnvel öldungar geta beitt án minnstu fyrirhafn- ar. Það er fernt, sem við verð- um að gera, ef við viljum halda lífi: anda, eta, drekka og sofa. Ef við vanrækjum eitthvað af þessu, deyjum við. Og hvað er svo dauðinn ? Allt lífið er aðeins undirbúningur undir dauðann, því að fæðingin er frumorsök dauðans, og ef dauðinn er ekki nógu góð laun fyrir að vera gott og hlýðið barn, hvað er hann þá? Að hreyfa sig, mat- ast og drekka er vissulega erf- iði og fyrirhöfn, og að þetta fyrirhafnarlausa kraftaverk, sem við köllum líf, skuli hafa lagt þetta erfiði á okkur, er of- vaxið mínum skilningi. Og hvað um nauðsynina á því að borða? Þegar við opn- um augun, mettast þau sam- stundis af sýn þess, sem fram undan þeim er; eins ætti að vera um munninn, þegar við opnum hann, ætti hann samstundis að fyllast af hitaeiningum og víta- mínum. Þetta væri ekkert meira kraftaverk en sjónin, heyrnin og snertingin, sem hvert um sig leysa sitt hlutverk af hendi án þess að ónáða okkur á nokk- urn hátt. Ef næringin væri jafnfyrirhafnarlaus, þyrftum við ekki að skipta okkur af neinu framar, og við mundum lifa til eilífðar, ef við kærðum okkur um. Það mætti kannske
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.