Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 82
Vísindamenn hafa orðið margs fróðari um æxlun
og þroska; margt í mannslikamanum er
þó enn hulinn Ieyndardómur.
Tvíburar og vanskapningar.
Grein úr „Literary Guide“,
eftir Sam Heppner.
fT'VlHÖFÐA stúlkubarn dó ný-
lega í Birmingham í Eng-
landi. Hún vóg tíu og hálfa
mörk við fæðingu, og bæði
höfuðin grétu og tóku til sín
næringu á mismunandi tímum.
Læknirinn, sem tók á móti
henni, sagðist aldrei hafa séð
svona tilfelli fyrr, þó að greint
væri frá einu eða tveim í læknis-
fræðibókum. Það var ætlun nátt-
úrunnar, að móðirin fæddi tví-
bura. Þróunin í þá átt var kom-
in vel á veg, en stöðvaðist í
miðju kafi.
Það eru á milli áttatíu og
hundrað einburafæðingar á móti
hverri tvíburafæðingu. Stund-
um verður tvíburafæðing til
við frjóvgun tveggja eggfruma.
Þessi tegund tvíbura er sex
sinnum algengari en þeir tví-
burar, sem koma úr einu
eggi, er klofnað hefur í tvennt
•snemma á þroskaskeiðinu. Hin-
ir síðarnefndu eru kallaðir ein-
blóma og eru alltaf sama kyns
og nálega alveg eins. Tvíeggja
tvíburar geta hins vegar verið
af báðum kynjum og líkjast
ekki meira hvor öðrum en venju-
leg systkini.
Maðurinn er eina spendýrið,
sem vitað er að eignist þannig
tvenns konar tvíbura. Kyn-
æxlun á sér aðeins stað hjá til-
tölulega þroskuðum dýrateg-
undum. Einfaldasta form tímg-
unar er skipting. Amaban, sem
er einfrumungur, tímgast með
því að skipta sér í tvo hluta;
þeir tveir einstaklingar skipta
sér síðan aftur í tvennt og þann-
ig koll af kolli.
Mannslíkaminn, sem er sam-
settur af frumum, þroskast á
sama hátt; en þegar frumurnar
hafa skipt sér, slitna helming-
arnir ekki hvor frá öðrum og
verða að nýjum einstaklingum,