Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 66
64
tJRVALi
sem fá má í litlum pakka fyrir
sextíu aura.
Og sama máli gegnir um
varphænuna, ungu hænuna, sem
aldrei hefur legið á fyrr og
hefur ekki neina reynslu í að
ala upp unga. Allir — jafnvel
einlægustu hænsnavinir —
verða að viðurkenna, að hænan
er flautaþyrill, sem hefur allra
dýra minnsta hugsun í kollin-
um; en í apríl eða maí sezt hún
einn góðan veður dag í varp-
stíuna og vill sig ekki hræra
þaðan; og ef þú reynir að ýta
henni burtu, heggur hún þig í
hendurnar. Þá útvegar þú þér
eina tylft af eins dags gömlum
ungum í útungunarstöðinni. Þú
geymir þá í eldhúshlýjunni
þangað til dimmt er orðið að
kvöldi; þá tekurðu hænuna úr
stíunni, setur hana í ungakörf-
una og lætur ungana hjá henni.
Það er dásamleg sjón að sjá
hana leggjast niður samstundis,
breiða úr vængjunum yfir börn-
in sín og kvaka við þau í djúp-
um ánægjutón. Henni hefur
aldrei verið kennt neitt. Hún
er aðeins að hlýða lögmáli lífs-
ins.
Og þannig hlýðir allt annað
í sveitinni lögmálum náttúrunn-
ar. Tökum einfaldasta dæmið
— sem hvert smábarn þekkir
— lögmál jarðvegsins. Hvern-
ig hinn græni gróður vex, og
hvemig sumt af honum verður
að næringu fyrir menn og
skepnur og sumt rotnar og
hverfur aftur til moldarinnar.
Og hvemig sá hlutinn sem nær-
ir skepnurnar hverfur einnig á
sínum tíma aftur til moldar-
innar. Og hvernig allt þetta
sem moldin fær skilað aftur
verður að áburði, en hann er
aftur frumskilyrði þess, að hinn
græni gróður geti vaxið á ný.
Þennan dýrmæta áburð er ekki
hægt að gefa moldinni á annan
hátt. Það eru að vísu í honum
ákveðin kemisk efni, sem eins
vel má strá á jörðina úr poka
frá áburðarverksmiðjunni; en
í áburði frá dýrum og rotnandi
jurtum er eitthvað, sem er
miklu mikilvægara en þessi
kemisku efni, eitthvað sem ekki
er hægt að fá í verksmiðju, eitt-
hvað sem aðeins verður til við
dauða og rotnun, við hið nýja
líf, líf gerlanna, sem sprettur
upp af dauða og rotnun. Og
þarna, í þessu einfalda lögmáli,
sem bóndinn má ekki brjóta, ef
vel á að fara — og sem um
gjörvallan heim er nú brotið
af efnahagsástæðum — þarna, í