Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 96
94
tTRVAL.
svo óskiljanlega yndisleg; hún
er svo hrein og einföld, í henni
eru engar flóknar tilfinningar.
Ég vildi óska, að ég yrði sjálfur
fullkomlega hamingjusamur, og
að ég gæti gert þig hamingju-
sama.
Einkunnarorð lífs míns skulu
vera: Það er sannleikurinn, sem
gerir hlutina einfalda.
Ég vona, að þú skiljir nokk-
urn veginn, hvað ég er að fara.
Þú skalt ekki halda, að ég þjá-
ist af vanmetakennd, því að það
geri ég ekki, en eftir að ég
kynntist þér, hefi ég fyrir al-
vöru reynt að skoða mig ofan í
kjölinn, og ég hefi skelfst hug-
myndirnar, sem ég gerði mér áð-
ur um allt mögulegt. Þess vegna
held ég, að ég hefði tæplega
getað fengið heppilegri atvinnu
en sjómennskuna, þar sem hún
gefur mér tækifæri til að fá
jafnvægi í hugann og þroska
skapgerð mína og vilja. Gagn-
stætt mörgum öðrum hefi ég
lært það af lífinu, að vinnan eigi
ekki að vera markmiðið, heldur
leiðin til að þroska og móta per-
sónuleikann. Það er trú mín, að
andlegu verðmætin séu hinum
efnislegu miklu nauðsynlegri.
Með þessu á ég ekki við það, að
ég ætli ekki að láta verða neitt
úr mér. Nei, ég á við það, að
baráttan sé líka þroskandi, en
sjónarmið mitt er hitt, að mað-
ur eigi að varast að einblína
svo á markmiðið, að allt annað
gleymist.
Nú máttu ekki halda, að
þetta séu eintóm stóryrði, því
að ég tæki það nærri mér, ég
ætti erfitt með að skilja þig,
ef við hefðum ekki sama sjón-
armið í þessu efni.
Nú er sólin að koma upp, og
hér er svo fagurt, að mig lang-
ar að fara að syngja. Ég er svo
hamingjusamur. Ég skal segja
þér, að mér finnst sjómannslíf-
ið skemmtilegra en nokkrum
dreng getur þótt sumarleyfið
sitt. Jæja, hvað sem allri feg-
urð líður, þá verð ég að fara að
sofa.
Danzig-, 30. mai 1941.
Elsku Hanna.
Hér er svo mikið af flugvél-
um á sveimi, að maður verður
ringlaður í höfðinu. Við fylgj-
umst með af spenningi. Það
verða áreiðanlega engin smá-
átök hér, þegar þar að kemur.
Hásetunum er farið að leið-
ast, og það er stöðugur straum-
ur af kvenfólki um borð. Ein