Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 55
ÉG TALAÐI VIÐ KRÓNPRINSINN
53
Ég spurði hann, hvort hann
byggi einsamall í þessum miklu
salarkynnum, og fékk þá að
vita, að auk hans sjálfs byggi
þjónn hans með konu sinni, sem
í senn gegndi störfum eldabusku
og þernu, og svo ástkona hans.
1 sömu andránni gekk lagleg,
Ijóshærð stúlka, ung og vel upp
færð, inn í stofuna. Prinsinn
kynnti hana.
„Þetta er ungfrú Gerda Puhl-
han, síðasta og mesta ástin mín
— eina ánægjan, sem mér er eft-
ir skilin. Ég fæ því ekki með orð-
um lýst, hversu þakklátur ég er
Frökkum fyrir að leyfa henni að
koma hingað til mín. Hér fyrr
meir hafði ég margar ástríður
— áhugamál. En það þekkið þér
auðvitað — bíla, fagra gæðinga.
Allt er það nú horfið mér.“
„Hvernig verjið þér tíman-
um?“ spurði ég.
„Ég fer ekki framar á veiðar,
þar sem Frakkar hafa svipt mig
öllum skotvopnum. Engin á-
nægja er lengur að bílferðum.
Landstjórinn hefir að vísu
fengið mér bíl til umráða, og ég
hefi ökuleyfi. En ég var vanur
því að aka hundrað hestafla
Mercedes, og eftir það er lítið
varið í að læðast áfram í fjög-
urra hestafla Opelkríli.“
„Og hestar?“
„Það er orðið langt síðan ég
hefi komið á hestbak," mælti
hann dapur í bragði. „Þess
sakna ég mest. Ég varð að skilja
tvo góðkynjaða graðhesta eftir
í Potsdam. Þegar mér dettur í
hug, að Zhukov marskálkur sé
að státa sig á gæðingunum mín-
um, verður mér beinlínis
óglatt.“
„Hvernig var samband yðar
við Hitler síðustu tíu árin?“
spurði ég. „Áttuð þér nokkur
samskipti við hann?“
„Ég var aldrei nazisti," sagði
hann virðulega. „Sannast að
segja var lífi mínu alvarleg
hætta búin í júníhreingerning-
unni 1934, þegar glæpaþý
Hitlers myrti Schleicher og
konu hans. Þau hjón voru meðal
nánustu vina minna.“
Þó að eigi leyndi sér fyrir-
litningin í röddinni, þegar hann
minntist á Hitler — hann sagði
alltaf „Herr Hitler“ — þá við-
urkenndi hann, að ennþá teldi
hann það einhverja mikilfeng-
legustu stund lífs síns, er hinn
nýbakaði ríkiskanslari hafði, við
móttöku 2000 gesta í Potsdam,
heilsað honum fyrstum manna
og lotið honum djúpt í lotningu.
„Einu sinni hélt ég,“ játaði