Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 64
62
TJRVALi
og við báða bakka var mikill
vatnagróður, sem var að
springa út með hvítum, stjörnu-
laga blómum. Þetta var í enduð-
um maí, sólbjartur morgunn og
stillilogn. Dimman skugga bar
á vatnið þar sem pílviðurinn
slútti fram af bakkanum, en
úti í miðri ánni endurspeglaðist
sólarljósið í iðandi ljósbrotum.
Vatnið niðaði og gjálfraði und-
urþýtt, fuglarnir sungu og bý-
flugurnar suðuðu, en það var
eins og þetta gerði kyrrð morg-
unsins enn dýpri; því að það
var kyrrð, hin fyrsta kyrrð, eins
og upphaf heimsins. Það var
eins nærri himnaríki og mann-
legt ímyndunarafl getur kom-
izt. Ég sofnaði. Hvílíkur svefn!
Og ég hélt áfram að sofa, og
það sem af mikilli bjartsýni
var kallað að veiða — sofa og
veiða — í þrjár vikur. Svo fór
ég aftur í spítalann.
Læknarnir kölluðu það
kraftaverk. Þeir áttu við, að
það væri ofvaxið skilningi
þeirra, að beinið skyldi hafa
gróið meira á þrem vikum en
hægt var að ætlast til að það
greri á þrem mánuðum; þeir
áttu við, að það væri ekki hægt
að skýra það á hrognamáli
læknavísindanna. En hvað um
það, mér batnaði; og alltaf síð-
an hef ég verið að velta því
fyrir mér, hvernig það hafði
skeð. En sannleikurinn er sá,
að eitthvað þessu líkt er alltaf
að ske á einn eða annan undar-
legan hátt. Það sem skeður, er
það, að þegar þú hefur verið
úti í eyðimörkinni í nokkrar
vikur eða mánuði, eða uppi í
sveit á einhverjum afskekktum
stað, helzt hjá á eða læk, eða
jafnvel staðið í ströngum her-
æfingum uppi í föllum og reynt
af öllum mætti — en árangurs-
laust — að fylgjast með lið-
þjálfanum, verður þér nautn að
því einu að lifa. Þetta er skýr-
ingin, það er gaman að vera til,
það er allt og sumt.
Ég held að það sé mikill mun-
ur á lífsnautn og skemmtun.
Skemmtun — mannfundir, jass,
jitterbugg, veðreiðar, kokteil-
partí, Hollywoodkvikmynd —
allt er þetta skemmtun, býst ég
við; það er dægradvöl, deyfi-
lyf, flótti. Það er flótti frá bið-
röðum og yfirfullum strætis-
vögnum, frá óþrifalegum og
önuglyndum meðbræðrmn, sem
lifa í hjörðum og flæktir eru,
ekki aðeins í hinu rauða kross-
bandi skriffinnskunnar, sem
allir skeyta skapi sínu á, held-