Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
lingarnir oft vegna þess, að það
er ekki nógu mikill lungnavefur
eftir til þess að flytja súrefni í
blóðið.
Þegar vísindamennirnir voru
að rannsaka áhrif streptomy-
cins, kærðu þeir sig ekki um að
velja vonlaus tilfelli — þar sem
lungun voru svo skemmd, að
sjúklingurinn hlaut að deyja.
Þeir reyndu lyfið heldur ekki á
byrjunarstigi sjúkdómsins, því
að sex til tólf mánaða rúmlega
og hvíld læknar 98% af slíkum
tilfellum. Þeir sjúklingar voru
einkum valdir úr, þar sem sýk-
ingin breiddist ört út og lungun
voru í bráðri hættu vegna vax-
andi skemmda. Tuttugu og f jór-
ir slíkir sjúklingar fengu strep-
tomycin í 121 dag. Af þessum
hóp voru fjórtán mjög sjúkir,
átta minna sjúkir og tveir með
öra berkla á byrjunarstigi.
Fimm hlutu engan bata — enda
þótt sýkingin breiddist ekki út
meðan þeir fengu lyfið, gat það
þó ekki unnið á sjúkdómnum.
En nítján fór strax að batna.
Hitinn lækkaði og varð eðlilegur,
hóstinn minnkaði eða hvarf
og vikulegar röntgenmyndir
sýndu, að dökku blettirnir, þar
sem berklasýklarnir herjuðu,
minnkuðu stöðugt.
Hér er enn eitt dæmi um áhrif
streptomycins:
Úr konu nokkurri hafði verið
tekið annað lungað. Hitt lungað
var sýkt af berklum og orðið
mjög skemmt. Berklasýklamir
höfðu ráðizt á brjóstkassann og
varð að hleypa út mikilli graft-
arvilsu daglega. Konan hafði
þann kæk, að naga á sér negl-
urnar, og einn fingur var orðinn
sýktur. Nöglin var farin af og
fingurinn bólginn. Þegar þetta
er skrifað, hefir hún fengið
streptomycin-meðferð í þrjá
mánuði. Fingurinn er gróinn,
gröfturinn úr brjóstinu er horf-
inn og sárið í lunganu er einnig
horfið. Eins og er, virðist hún
hafa mikla möguleika til þess að
verða albata. Áður hafði hún
enga möguleika til þess.
Enda þótt þetta sé mikill og
góður árangur, verður hinu
ekki neitað, að streptomyein
hefir mikla ágalla. Eins og áður
hefir verið getið, verða sýklar
smám saman ónæmir fyrir því,
og er það gagnlaust úr því.
Annað vandamál eru eitur-
verkanir. Það er álitið, að strep-
tomycin sé ámóta eitrað og
sulfalyfin. En það eru gefnir
miklu stærri skammtar af strep-
tomycin og í lengri tíma. Eitr-