Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 24
Hún er föl, hverjum sem er,
fyrir ekki neitt —
Kattareyjan í Kyrrahafi.
Grein úr „American Life“,
eftir Robert M. Hyatt.
TTVERNIG litist þér á, lesandi
góður, að vera konungur á
yndislegri lítilli Suðurhafsey,
þar sem hvítur fjörusandurinn
teygir sig út í blátær lónin allt í
kring og laufskrúðug pálmatré
vagga sér í hlýrri golunni.
Eyjan ber ekkert nafn og til-
heyrir ekki neinni þjóð og er
ekki byggð mönnum. Það er
ekki löng sjóferð þangað frá
Tahiti. Þessa eyju getur þú feng-
ið ef þú villt. En . ..
Þú verður fyrst að ráða nið-
urlögum villikattanna, sem lagt
hafa undir sig eyjuna og gert
hana óbyggilega í 69 ár, og sem
eru svo óárennilegir, að hvorki
Frakkar né Bretar á eyjunum
þar í kring hafa kært sig um
að slá eign sinni á hana.
Þessi kattareyja á sér mjög
óvenjulega sögu:
Óveðursdag nokkurn árið
1862 strönduðu tvö kaupför
austanvert við eyjuna á ytra
kóralrifi hennar, og áhafnirnar
syntu í land. Skipsrotturnar
fóru að dæmi þeirra og héldu
strax inn á eyjuna. Tveim vikum
seinna kom björgunarskip frá
Tahiti og tók skipbrotsmenn-
ina, en eyjaskeggjar stóðu eftir
á ströndinni og veifuðu vin-
gjarnlega í kveðjuskyni. Því
næst héldu þeir heim til þess að
lifa áfram hinu áhyggjulausa lífi
sínu, veiða fisk í lóninu, rækta
frjósama jörðina og safna á-
vöxtum og taró-jurtum. Þeir
mundu ekki eftir rottunmn. En
rotturnar undu vel lífinu. Þær
átu af hinum safaríka jarðar-
gróðri eyjarinnar og hófu
skemmdarstarfsemi í forðabúr-
um eyjarskeggja.
Þetta varð upphafið að lang-
vinnri styrjöld milli rottanna og
eyjarskeggja — styrjöld, sem
lauk með því, að eyjarskeggjar
biðu lægri hlut. Rottunum f jölg-
aði gífurlega. Þær lifðu eins og