Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 84
tJRVAL
S2
þetta. Ör líffærastarfsemi er
nauðsynleg til þess að æðri hluti
höfuðsins geti myndazt. Þegar
dregið er úr vaxtarþróttinum
með eiturlyf jum, getur eggið ekki
annað myndun þessa líkams-
hluta. Það sem myndast í stað
höfuðsins, eru þeir líkamshlutar,
sem krefjast örlítið minni lífs-
þróttar til þess að geta þrosk-
ast. Höfuðið verður vanskapað
og ófullkomið líkt og tungutak
hjá fávita.“
Það er enn margt, sem við
vitum ekki um þróun fósturs-
ins í spendýrunum, af því að það
er hulið sjónum okkar. Við get-
um aðeins dregið almennar
ályktanir af rannsóknum okkar
á eggjum dýra, sem verpa (eða
hrygna) í sjó eða vatni.
Gagnkvæm þörf.
Gleði og eftirvænting hjónanna var mikil þegar þau urðu
þess vísari, að konan var þunguð eftir tuttugu ára barnlaust
hjónaband. En lækninum gekk það til hjarta þegar hann tók á
móti baminu og sá, að vinstri handleggur þess var aðeins ör-
stuttur stúfur. Hann sagði föðumum frá þessu og bauðst til
að segja móðurinni það líka. „Nei,“ sagði faðirinn styrkri
röddu. „Ég vil heldur gera það sjálfur."
Þeir lögðu í sameiningu litla, vanskapaða bamið við hlið
móðurinnar. Hún horfði með ástúð og aðdáun á mjúkt, fölleitt
hömnd bamsins, strauk blíðlega um hár þess með fingrunum
og leit með gleðistolti á mann sinn. „Hún er yndislega falleg,
finnst þér ekki?“
Það var eitthvað í augum mannsins, sem vakti gran hennar.
Hún lyfti sænginni varlega ofan af barninu og sá vanskapaðan
handlegginn. Það varð dauðaþögn í herberginu. Því næst leit hún
á mann sinn og sagði með undurblíðri röddu: „John, guð vissi
hvert hann átti að senda þetta bam. Hann vissi hve mikla
þörf við höfðum fyrir bam, og hve mikla þörf þetta barn hafði
fyrir okkur.“
— Eva Fortier i „Reader’s Digest“.