Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 27
Itarleg frásögn af þeirri reynslu,
sem fengizt hefir af notkun
hins nýja lyfs —
Streptomycin gegn berklum.
Grein úr „Science Digest“,
eftir J. D. Ratcliff.
■JTTM allan heim bíða læknar
^ þess nú með óþreyju, hvern-
ig undralyfið nýja, streptomy-
cin, muni reynast. Er það töfra-
lyfið langþráða gegn berkla-
veikinni ? Getur það komið í veg
fyrir, að tvær og hálf miljón
manna hnígi fyrir þessum ægi-
lega vágesti á ári hverju um
gervallan heim?
Það væri ánægjulegt að geta
svarað þessu skýrt og ótvírætt.
En það er ekki hægt. Til þessa
hafa nokkur hundruð dauðvona
berklasjúklingar fengið strepto-
mycin-meðferð, og hefir sumum
bráðbatnað, en öðrum ekki. Og
enda þótt streptomycin sé bezta
berklalyfið, sem enn er þekkt,
þá vitum við, að það hefir ekki
sömu áhrif og penicillin á
iungnabólgu. Sjúklingnum batn-
ar ekki af nokkrum sprautum.
Berklamir eru, því miður, ekki
þess konar sjúkdómur.
Streptomycin var fundið upp
af dr. Selman A. Waksman við
Rutgersháskóla. Hann og tveir
nemendur hans, Albert Schatz
og Elisabeth Bugie, ályktuðu
sem svo, að úr því að jarðvegs-
bakteríur ynnu á sýklum, hlyti
einhver tegund þeirra að vera
virk gegn berklasýklum. Þeim
tókst að finna þessa bakteríu-
tegund, og í janúar 1944 var
tilkynnt, að efnið streptomycin
hefði verið fundið upp.
í rannsóknarstofunni reyndist
lyfið mjög banvænt berklasýkl-
um. En það er langt bil á milli
glerskálanna í rannsóknarstof-
unni og tilraunadýranna, og enn
þá lengra bil milli skálanna og
sjúks manns. Nýtt lyf getur
reynzt ágæta vel í tilraunaglasi,
en með öllu gagnslaust í blóði
lifandi vera. Eða það getur
reynzt hættulegt eitur — ban-