Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 99
KlM
97
ég las orð þín, því að þau sýna
skýrar en þúsund orð, hve
óspillt og einlæg þú ert. Engin
hræsni, aðeins sannleikurinn.
Og þó er þetta þúsund sinnum
áhrifameira í mínrnn augum
heldur en allar ástarjátningar
veraldarinnar.
Því miður verð ég að segja
þér sorgarfrétt. Héðan frá
Vejle förum við til Pernavik í
Finnlandi og þaðan til Borgund-
arhólms, og ég efast því um, að
við fáum að hittast í bráð.
Orðin „því miður“ lýsa von-
brigðum mínum ekki vel, en því
verður að taka, sem að höndum
ber, því að slík eru örlög okk-
ar.
n.
Pinnland, 27. júní 1941.
Elsku Hanna.
Ég get ekki skrifað þér langt
mál og ég má ekki heldur segja
þér, hvar við erum. Við erum
stöðugt að færa okkur, til þess
að forðast — þú veizt hvað. Þú
verður að skrifa mér, enda þótt
þú heyrir ekki frá mér. Ég hefi
skrifað bréf, en ég hefi víst
sagt full mikið, og ég efast um,
að þú fáir það í hendur. Hér er
„heitt“ og það er að verða heit-
ara, en guð gefi að ég komist
heim til þín. Ég á bágt með að
þola þá tilhugsun að ég verði að
dvelja fjarri þér, og ég veit
ekki, hvernig ég fæ afborið það..
Þú verður að gera mér þann
greiða að síma til mömmu, þú.
þarft ekki að segja henni að það
sé alvarlegt, en það getur verið,
að við neyðumst til að vera
hérna mánuðum saman, jafnvel
til stríðsloka.
Pernavik, 9. ág. 1941.
Kæra mamma.
Mér er dauðillt í fingrinum.
Nöglin losnaði allt í einu, enda
þótt langt væri síðan, að ég fann
til í henni, og þess vegna er
fingurinn svo aumur, og það
blæðir líka úr honum öðru
hvoru. Ég er líka að fá kíli. Ég
býst við, að það stafi af fæðinu.
Ég þakka bréfin þín, það er
gaman að frétta að heiman.
Ég er í góðu skapi og er að
ýmsu leyti ánægður með tilver-
una. En flestir af félögum mín-
um eru orðnir skapstirðir, jafn-
vel taugaveiklaðir. Það eina,
sem kvelur mig, er brennandiþrá
eftir að komast heim til Hönnu.
Mig hafði aldrei dreymt um,
að tilfinningar gætu orðið svona
sterkar, og mér finnst ég vera
orðin allur annar maður, full-