Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 15
IB'OAR suðurheimskautslandanna
13
mörgæs undir fótinn með það
eitt fyrir augum, að komast í
færi til að stela steini úr hreiðri
hennar. Ef honum heppnast
bragðið hraðar hann sér með
þýfið til unnustu sinnar. En fáir
steggir eru svo léttúðugir, að
þeir dirfist að leggja lag sitt
við gifta gæs, þegar maki henn-
ar er fjarverandi við störf sín.
Flestar giftar mörgæsir eru
líka ófúsar að láta fleka sig á
þennan hátt. Þær gæta hreiður-
steinanna af svipaðri árvekni
og ekkja, sem veit að biðillinn
er að hugsa um að krækja í
sparifé hennar. Enda þótt eigin-
konan láti sér vel líka fagurgala
hins óboðna gests — og allar
konur eru hrifnar af skjalli —
þá verður hún bálvond, ef hús-
bóndann ber skyndilega að
garði, og þá aðstoðar hún maka
sinn við að reka ræningjann á
brott.
Starf makans er hið venju-
lega, að draga björg í búið.
Hann fer að heiman snemma á
hverjum morgni og hneigir sig
fyrst kurteislega fyrir konu
sinni. Fæðan er rækjur og
krabbadýr, sem hann aflar úr
sjónum. Hann kemur belgsadd-
ur heim aftur. Hann verður að
halla sér aftur á bak, til þess að
missa ekki jafnvægið, og oft og
einatt hrasar hann um ójöfnur,
sem hann getur ekki séð, af því
að hann er svo hnarreistur.
Þegar húsbóndinn kemur
heim, beygir hann höfuð ung-
ans aftur á bak og ælir matnum
upp í hann. En meðan hann er
á leiðinni, koma ungarnir úr ná-
grenninu aðvífandi og vilja fá
bita, því að eins og öðru ung-
viði þykir þeim matarlyktin
góð.
I fyrstu hirðir húsbóndinn
ekki um betl ókunnu unganna,
en fer rakleitt heim til sín og
sinna. Meðan á útunguninni
stendur, og meðan ungarnir eru
mjög litlir, er hann ákaflega
stimamjúkur og vill oft fá að
liggja á. Konan vinnur þá úti í
staðinn.
En síðar verða ungarnir slík
átvögl, að húsbóndinn tekur
eiginkonuna tali og hefur upp
alvarlegar umræður um fjár-
hagsástandið. „Ég get ekki séð
fyrir okkur lengur, elskan mín,“
segir hann. „Ég geng alveg fram
af mér við vinnuna og samt afla
ég ekki nóg handa ungunum. Ég
held að það sé bezt, að við send-
um þá á barnaheimili, svo að
við getum unnið bæði og aflað
meira.“